Sport

Gary N­evil­le skipti fót­boltanum út fyrir net­bolta í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Neville og félagar hans úr '92 árganginum hjá Man. United eiga hlut í Salford félaginu sem leikur í D-deildinni á Englandi.
Gary Neville og félagar hans úr '92 árganginum hjá Man. United eiga hlut í Salford félaginu sem leikur í D-deildinni á Englandi. Nick Potts/Getty

Gary Neville er fyrrum knattspyrnumaður sem nú lýsir leikjum hjá Sky Sports og kemur fram í þáttum á vegum sjónvarpsstöðvarinnar. Hann skipti hins vegar um íþrótt og stöð um helgina er hann lýsti netbolta (e. netball) í beinu streymi á netinu

Gary fékk frí frá Sky Sports um helgina þar sem enska bikarkeppnin fór fram. Hann nýtti tímann í að kíkja á yngri lið Salford, sem eru í hans eigu, spila sem og að lýsa netbolta.

Netbolti er vinsæl íþrótt í Englandi. Hæfileikar eru í ættinni en tvíburasystir Gary, Tracey Neville, er fyrrum enskur landsliðsmaður og Gary var þar af leiðandi fenginn inn til að lýsa leik Manchester Thunder gegn London Pulse.

Það var létt yfir Neville í lýsingunni en hann lýsti leiknum með Debbie Halls. Það var létt yfir honum:

„Þú greipst í mig, rændir mér og komst mér hingað inn til þess að lýsa netbolta. Ég er mjög ánægður með það því það er ekkert að gera heima,“ sagði Neville léttur í bragði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×