Skyndihlýnun í austri vísbending um rólegri vetur á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 17:21 Óvíst er ennþá hvaða áhrif nákvæmlega skyndihlýnunin muni hafa á veðurfar á Íslandi. Vísir/Vilhelm Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vekur athygli á því að nú um áramótin hafi skyndilega orðið vart við hlýnun í heiðhvolfinu yfir Austur Asíu. Um er að ræða þekkt fyrirbæri sem verður um það bil annan hvern vetur en Einar segir ekki alveg ljóst ennþá hvaða áhrif þessi skyndihlýnun muni hafa á veðurfar á Íslandi. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. „Þetta hefur oftast nær í för með sér að það verður minna um lægðir, þær eru grynnri og stundum háþrýstingur yfir landinu. En það er mesta óvissan um hitann,“ segir Einar sem fjallar ítarlega um fyrirbærið í grein sem hann birti á vef sínum í dag. „Það fylgir þessu svona yfirleitt meiri rólegheit heldur en við eigum að venjast að vetrinum og raunar gæti þetta farið svo að veðrið yrði algjörlega andstætt því sem að var í fyrra þegar það var mikill gassagangur og lágur loftþrýstingur og djúpar lægðir,“ útskýrir Einar. Áhrif skyndihlýnunarinnar á veðurfar hér á landi muni koma í ljós eftir um það bil viku tíma. „Þetta er dálitla stund að ná niður.“ Er tilefni til bjartsýni, um að veturinn verði þá ekki svo harður? „Það fer eftir því hvað við köllum harðan vetur. Það er alla veganna bjartsýni á að næstu vikur, sem eru miðpunktur veturs, verði ekki rosalega stormasamar,“ svarar Einar. Spurður hvort eitthvað sé óvenjulegt við þessa skyndihlýnun nú, samanborið við það sem þekkist, segir hann ekkert vitað um það. Skyndihlýnun að vetri hafi þó á allra síðustu árum ekki endilega hitt á þennan árstíma. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Við fengum eina 2018 sem var seinna, þá var veður mjög einsleitt allan marsmánuð útaf þessu. En það sem að einkennir þetta oft og tíðum, þegar það hægir svona á hringrásinni, þá kólnar dálítið yfir meginlöndunum. Það kólnar dálítið yfir Vestur-Evrópu, það er algengt,“ útskýrir Einar. „Það verður líka oft og tíðum kalt í Norður-Ameríku, sums staðar í Bandaríkjunum, og svo auðvitað fylgja þessu gjarnan miklir kuldar í Síberíu,“ bætir hann við. „Ástæðan fyrir að þetta gerist er að það verður með einhverjum hætti að það berst einhver varma- eða hreyfiorka af miðbaugssvæðum og það eru einhverjar bylgjur sem að rísa upp í heiðhvolfið og velta þar öllu við þannig að við getum sagt að það sé sparkað í hringrásina og hún truflast.“ Við þessa hlýnun í heiðhvolfinu slakni á öllu í einhverjar vikur en venjan sé sú að þetta sé árstíðabundið. „Það er öflugur heimsskautahvirfill alltaf að vetrinum á norðurhveli jarðar, og svo veikist hann og hann deyr alveg í kringum sumardaginn fyrsta,“ segir Einar. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. „Þetta er náttúrulegur breytileiki sem að menn eru smám saman að læra að þekkja betur inn á og ég hef ekki séð neitt um það að þetta tengist loftslagsbreytingum með nokkrum hætti,“ segir Einar. Veður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
„Þetta hefur oftast nær í för með sér að það verður minna um lægðir, þær eru grynnri og stundum háþrýstingur yfir landinu. En það er mesta óvissan um hitann,“ segir Einar sem fjallar ítarlega um fyrirbærið í grein sem hann birti á vef sínum í dag. „Það fylgir þessu svona yfirleitt meiri rólegheit heldur en við eigum að venjast að vetrinum og raunar gæti þetta farið svo að veðrið yrði algjörlega andstætt því sem að var í fyrra þegar það var mikill gassagangur og lágur loftþrýstingur og djúpar lægðir,“ útskýrir Einar. Áhrif skyndihlýnunarinnar á veðurfar hér á landi muni koma í ljós eftir um það bil viku tíma. „Þetta er dálitla stund að ná niður.“ Er tilefni til bjartsýni, um að veturinn verði þá ekki svo harður? „Það fer eftir því hvað við köllum harðan vetur. Það er alla veganna bjartsýni á að næstu vikur, sem eru miðpunktur veturs, verði ekki rosalega stormasamar,“ svarar Einar. Spurður hvort eitthvað sé óvenjulegt við þessa skyndihlýnun nú, samanborið við það sem þekkist, segir hann ekkert vitað um það. Skyndihlýnun að vetri hafi þó á allra síðustu árum ekki endilega hitt á þennan árstíma. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Við fengum eina 2018 sem var seinna, þá var veður mjög einsleitt allan marsmánuð útaf þessu. En það sem að einkennir þetta oft og tíðum, þegar það hægir svona á hringrásinni, þá kólnar dálítið yfir meginlöndunum. Það kólnar dálítið yfir Vestur-Evrópu, það er algengt,“ útskýrir Einar. „Það verður líka oft og tíðum kalt í Norður-Ameríku, sums staðar í Bandaríkjunum, og svo auðvitað fylgja þessu gjarnan miklir kuldar í Síberíu,“ bætir hann við. „Ástæðan fyrir að þetta gerist er að það verður með einhverjum hætti að það berst einhver varma- eða hreyfiorka af miðbaugssvæðum og það eru einhverjar bylgjur sem að rísa upp í heiðhvolfið og velta þar öllu við þannig að við getum sagt að það sé sparkað í hringrásina og hún truflast.“ Við þessa hlýnun í heiðhvolfinu slakni á öllu í einhverjar vikur en venjan sé sú að þetta sé árstíðabundið. „Það er öflugur heimsskautahvirfill alltaf að vetrinum á norðurhveli jarðar, og svo veikist hann og hann deyr alveg í kringum sumardaginn fyrsta,“ segir Einar. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. „Þetta er náttúrulegur breytileiki sem að menn eru smám saman að læra að þekkja betur inn á og ég hef ekki séð neitt um það að þetta tengist loftslagsbreytingum með nokkrum hætti,“ segir Einar.
Veður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira