Skyndihlýnun í austri vísbending um rólegri vetur á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 17:21 Óvíst er ennþá hvaða áhrif nákvæmlega skyndihlýnunin muni hafa á veðurfar á Íslandi. Vísir/Vilhelm Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vekur athygli á því að nú um áramótin hafi skyndilega orðið vart við hlýnun í heiðhvolfinu yfir Austur Asíu. Um er að ræða þekkt fyrirbæri sem verður um það bil annan hvern vetur en Einar segir ekki alveg ljóst ennþá hvaða áhrif þessi skyndihlýnun muni hafa á veðurfar á Íslandi. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. „Þetta hefur oftast nær í för með sér að það verður minna um lægðir, þær eru grynnri og stundum háþrýstingur yfir landinu. En það er mesta óvissan um hitann,“ segir Einar sem fjallar ítarlega um fyrirbærið í grein sem hann birti á vef sínum í dag. „Það fylgir þessu svona yfirleitt meiri rólegheit heldur en við eigum að venjast að vetrinum og raunar gæti þetta farið svo að veðrið yrði algjörlega andstætt því sem að var í fyrra þegar það var mikill gassagangur og lágur loftþrýstingur og djúpar lægðir,“ útskýrir Einar. Áhrif skyndihlýnunarinnar á veðurfar hér á landi muni koma í ljós eftir um það bil viku tíma. „Þetta er dálitla stund að ná niður.“ Er tilefni til bjartsýni, um að veturinn verði þá ekki svo harður? „Það fer eftir því hvað við köllum harðan vetur. Það er alla veganna bjartsýni á að næstu vikur, sem eru miðpunktur veturs, verði ekki rosalega stormasamar,“ svarar Einar. Spurður hvort eitthvað sé óvenjulegt við þessa skyndihlýnun nú, samanborið við það sem þekkist, segir hann ekkert vitað um það. Skyndihlýnun að vetri hafi þó á allra síðustu árum ekki endilega hitt á þennan árstíma. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Við fengum eina 2018 sem var seinna, þá var veður mjög einsleitt allan marsmánuð útaf þessu. En það sem að einkennir þetta oft og tíðum, þegar það hægir svona á hringrásinni, þá kólnar dálítið yfir meginlöndunum. Það kólnar dálítið yfir Vestur-Evrópu, það er algengt,“ útskýrir Einar. „Það verður líka oft og tíðum kalt í Norður-Ameríku, sums staðar í Bandaríkjunum, og svo auðvitað fylgja þessu gjarnan miklir kuldar í Síberíu,“ bætir hann við. „Ástæðan fyrir að þetta gerist er að það verður með einhverjum hætti að það berst einhver varma- eða hreyfiorka af miðbaugssvæðum og það eru einhverjar bylgjur sem að rísa upp í heiðhvolfið og velta þar öllu við þannig að við getum sagt að það sé sparkað í hringrásina og hún truflast.“ Við þessa hlýnun í heiðhvolfinu slakni á öllu í einhverjar vikur en venjan sé sú að þetta sé árstíðabundið. „Það er öflugur heimsskautahvirfill alltaf að vetrinum á norðurhveli jarðar, og svo veikist hann og hann deyr alveg í kringum sumardaginn fyrsta,“ segir Einar. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. „Þetta er náttúrulegur breytileiki sem að menn eru smám saman að læra að þekkja betur inn á og ég hef ekki séð neitt um það að þetta tengist loftslagsbreytingum með nokkrum hætti,“ segir Einar. Veður Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
„Þetta hefur oftast nær í för með sér að það verður minna um lægðir, þær eru grynnri og stundum háþrýstingur yfir landinu. En það er mesta óvissan um hitann,“ segir Einar sem fjallar ítarlega um fyrirbærið í grein sem hann birti á vef sínum í dag. „Það fylgir þessu svona yfirleitt meiri rólegheit heldur en við eigum að venjast að vetrinum og raunar gæti þetta farið svo að veðrið yrði algjörlega andstætt því sem að var í fyrra þegar það var mikill gassagangur og lágur loftþrýstingur og djúpar lægðir,“ útskýrir Einar. Áhrif skyndihlýnunarinnar á veðurfar hér á landi muni koma í ljós eftir um það bil viku tíma. „Þetta er dálitla stund að ná niður.“ Er tilefni til bjartsýni, um að veturinn verði þá ekki svo harður? „Það fer eftir því hvað við köllum harðan vetur. Það er alla veganna bjartsýni á að næstu vikur, sem eru miðpunktur veturs, verði ekki rosalega stormasamar,“ svarar Einar. Spurður hvort eitthvað sé óvenjulegt við þessa skyndihlýnun nú, samanborið við það sem þekkist, segir hann ekkert vitað um það. Skyndihlýnun að vetri hafi þó á allra síðustu árum ekki endilega hitt á þennan árstíma. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Við fengum eina 2018 sem var seinna, þá var veður mjög einsleitt allan marsmánuð útaf þessu. En það sem að einkennir þetta oft og tíðum, þegar það hægir svona á hringrásinni, þá kólnar dálítið yfir meginlöndunum. Það kólnar dálítið yfir Vestur-Evrópu, það er algengt,“ útskýrir Einar. „Það verður líka oft og tíðum kalt í Norður-Ameríku, sums staðar í Bandaríkjunum, og svo auðvitað fylgja þessu gjarnan miklir kuldar í Síberíu,“ bætir hann við. „Ástæðan fyrir að þetta gerist er að það verður með einhverjum hætti að það berst einhver varma- eða hreyfiorka af miðbaugssvæðum og það eru einhverjar bylgjur sem að rísa upp í heiðhvolfið og velta þar öllu við þannig að við getum sagt að það sé sparkað í hringrásina og hún truflast.“ Við þessa hlýnun í heiðhvolfinu slakni á öllu í einhverjar vikur en venjan sé sú að þetta sé árstíðabundið. „Það er öflugur heimsskautahvirfill alltaf að vetrinum á norðurhveli jarðar, og svo veikist hann og hann deyr alveg í kringum sumardaginn fyrsta,“ segir Einar. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. „Þetta er náttúrulegur breytileiki sem að menn eru smám saman að læra að þekkja betur inn á og ég hef ekki séð neitt um það að þetta tengist loftslagsbreytingum með nokkrum hætti,“ segir Einar.
Veður Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira