Íslenska sundfólkið hefur lokið leik á fimmta keppnisdeginum á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada.
Aron Örn Stefánsson, SH, lenti í 61. sæti í 100 metra skriðsund á tímanum 0:49,65, Hann komst ekki inn í miliriðla en síðasti tími þar inn var 0:47,78.
Bryndís Rún Hansen, Óðni, setti nýtt Íslandsmet í 100 metra flugsundi eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Seinni grein Bryndísar í dag var 50 metra skriðsund. Þar synti hún á tímanum 0:25,29 og bætti þar með eigin tíma um ¾ úr sekúndu. Bryndís komst ekki áfram í milliriðla.
Viktor Máni Vilbergsson, SH, lenti í 53. sæti í 50 metra bringusundi. Hann synti á tímanum 0:28,41 og komst ekki í í milliriðil.
Fyrr í dag setti karlasveit Íslands landsmet í 4x50 fjórsundi og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi, lenti í 24. sæti í 200 metra fjórsundi.
Síðasti keppnisdagurinn á HM er á morgun. Þar syndir Kristinn Þórarinsson, Fjölni, 200 metra baksund, karlasveitin syndir 4x100 metra fjórsund og kvennasveitin syndir 4x100 metra fjórsund.
