Bíó og sjónvarp

Taika Waititi skrifar handrit og leikstýrir nýrri Star Wars mynd

Andri Eysteinsson skrifar
Waititi leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Thor: Ragnarok og hlaut mikið lof.
Waititi leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Thor: Ragnarok og hlaut mikið lof. Marvel

Óskarsverðlaunahafinn nýsjálenski, Taika Waititi sem þekktastur er fyrir kvikmyndir sínar Jojo Rabbit og Thor: Ragnarok hefur verið ráðinn leikstjóri og handritshöfundur Star Wars myndar sem er í bígerð. Ekkert hefur verið gefið út um útgáfudag myndarinnar en von er á næstu Star Wars mynd árið 2022. Independent greinir frá.

Orðrómur hefur verið á flugi um að Waititi, sem leikstýrði þáttum í sjónvarpsþáttunum The Mandalorian sem gerast í Star Wars heiminum, myndi verða ráðinn leikstjóri Star Wars myndar.

Þá mun Waititi skrifa handritið ásamt handritshöfundi óskarsverðlaunamyndarinnar 1917, Krysty Wilson-Cairns. Fyrsta kvikmyndahandrit hennar var 1917 sem hún vann að ásamt leikstjóranum Sam Mendes, fengu þau meðal annars tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir frumsamið handrit.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.