Þokast hjá kennurum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 31. mars 2014 06:00 Aðalheiður Steingrímsdóttir „Það náðist árangur um helgina. Málin þokast en það gengur hægt,“ sagði Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara. Þriðja vika verkfalls framhaldsskólakennara er hafin. Nemendur og kennarar sem eru í verkfalli geta búið sig undir að sitja heima næstu daga. Aðalheiður segir að þó að samninganefnd ríkisins og kennarar séu farin að sjá til lands í nokkrum málum þó séu ýmis stór mál eftir. Hún segir að samningar um nýtt vinnumat fyrir kennara séu á lokametrunum en það þokist hægt að semja um launaliðinn. Þar beri mikið í milli deilenda. Þá segir hún að samningsforsendur séu ófrágengnar. „Ég bind vonir við að við klárum í þessari viku en til þess að það náist verða menntamála- og fjármálaráðherra að leggjast á árarnar með samninganefnd ríkisins,“ segir Aðalheiður. Hún segir að stytting náms til stúdentsprófs hafi verið rædd. Menn ætli að setja ákvæði í kjarasamninginn sem verði virkjaðir ef skólar vilja stytta námið. Stytting náms feli í sér miklar breytingar á námsskipulagi sem hafi áhrif á starfskjör kennara. „En eftir sem áður stendur upp á menntamálaráðherra að gera grein fyrir hvað hann á við með styttingu náms og pólitíska ábyrgðin er alfarið hans,“ segir Aðalheiður. Frá því verkfall framhaldsskólakennara hófst hafa deiluaðilar fundað hvern einasta dag, virka jafnt sem helga. Frá þriðja desember til dagsins í dag hafa samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins hist á 43 fundum. Hvorki náðist í formann samninganefndar ríkisins við vinnslu fréttarinnar né menntamálaráðherra. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Það náðist árangur um helgina. Málin þokast en það gengur hægt,“ sagði Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara. Þriðja vika verkfalls framhaldsskólakennara er hafin. Nemendur og kennarar sem eru í verkfalli geta búið sig undir að sitja heima næstu daga. Aðalheiður segir að þó að samninganefnd ríkisins og kennarar séu farin að sjá til lands í nokkrum málum þó séu ýmis stór mál eftir. Hún segir að samningar um nýtt vinnumat fyrir kennara séu á lokametrunum en það þokist hægt að semja um launaliðinn. Þar beri mikið í milli deilenda. Þá segir hún að samningsforsendur séu ófrágengnar. „Ég bind vonir við að við klárum í þessari viku en til þess að það náist verða menntamála- og fjármálaráðherra að leggjast á árarnar með samninganefnd ríkisins,“ segir Aðalheiður. Hún segir að stytting náms til stúdentsprófs hafi verið rædd. Menn ætli að setja ákvæði í kjarasamninginn sem verði virkjaðir ef skólar vilja stytta námið. Stytting náms feli í sér miklar breytingar á námsskipulagi sem hafi áhrif á starfskjör kennara. „En eftir sem áður stendur upp á menntamálaráðherra að gera grein fyrir hvað hann á við með styttingu náms og pólitíska ábyrgðin er alfarið hans,“ segir Aðalheiður. Frá því verkfall framhaldsskólakennara hófst hafa deiluaðilar fundað hvern einasta dag, virka jafnt sem helga. Frá þriðja desember til dagsins í dag hafa samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins hist á 43 fundum. Hvorki náðist í formann samninganefndar ríkisins við vinnslu fréttarinnar né menntamálaráðherra.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira