Enski boltinn

Benitez ætlar að standa við loforðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er enn á því að það hafi verið rétt af sér að lofa því að Liverpool myndi enda í einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni í ár.

Benitez sagði fyrr í mánuðinum að hann gæti tryggt að Liverpool myndi ná úrvalsdeildarsæti á þessari leiktíð.

Margir hafa gagnrýnt þessi ummæli Benitez og sérstaklega þar sem fátt bendir til þess að hann muni standa við gefið loforð.

„Fólk er sífellt að spyrja mig að því af hverju ég hafi sagt þetta. Hvað ætlast fólk eiginlega til af mér? Ég verð að segja þetta. Við höfum sjálfstraustið og verðum að ná þessum árangri því við erum topplið," sagði Benitez.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×