Enski boltinn

Sex leikir í enska boltanum í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fótboltaveislan á Englandi heldur áfram í dag en þá fara fram sex leikir í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea getur aukið forskot sitt aftur upp í fimm stig takist liðinu að leggja Fulham á heimavelli.

Fyrsti leikur dagsins hefst eftir korter en lokaleikur dagsins er viðureign Wolves og Man. City.

Leikir dagsins:

12.45 Tottenham-West Ham

15.00 Blackburn-Sunderland

15.00 Chelsea-Fulham

15.00 Everton-Burnley

15.00 Stoke-Birmingham

19.45 Wolves-Man. City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×