Lífið

Hænsnabrúðkaup og rokktónleikar

Eilífðartöffarinn Raggi Bjarna er á meðal þeirra sem koma fram á Selfossi um helgina. Boðið verður upp á sviðakjamma og fleira tengt fortíð Íslands á Eyrarbakka.fréttablaðið/heiða
Eilífðartöffarinn Raggi Bjarna er á meðal þeirra sem koma fram á Selfossi um helgina. Boðið verður upp á sviðakjamma og fleira tengt fortíð Íslands á Eyrarbakka.fréttablaðið/heiða
Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi hefst með pompi og prakt í dag og stendur yfir helgina. Rokkið verður í hávegum haft í kvöld þegar Kiryama Family, Wicked Strangers, hljómsveitin Elín Helena, Foreign Monkeys, Caterpillarmen og Vintage Caravan koma fram í Miðbæjargarðinum. Mannakorn og Stuðlabandið halda fjörinu gangandi annað kvöld og á laugardaginn leika Raggi Bjarna, Þorgeir Ástvalds og Þorvaldur Halldórs fyrir dansi í hátíðartjaldinu. Þá verður einnig boðið upp á sléttusöng, flugeldasýningu og margt fleira.

Selfoss verður þó ekki einistaðurinn á Suðurlandi sem býður upp á fjör um helgina, því hin árlega Aldamótahátíð á Eyrarbakka stendur einnig yfir og hefst á morgun. Meðal þess sem þar verður í boði er hænsnabrúðkaup, þjóðdansar, hestvagnar, fornbílar, nikkuspil og sviðakjammar, auk þess sem kjötsúpa verður á boðstólum fyrir gesti og gangandi.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.