Lífið

Fyrrverandi eiginmaður Winehouse í öndunarvél

Jón Hákon Halldórsson skrifar
mynd/ afp.
Blake Fielder-Civil, fyrrverandi eiginmanni Amy Winehouse, er haldið sofandi í öndunarvél eftir óhóflega drykkju og lyfjaneyslu. Unnusta Blakes fann hann andstuttan á föstudag og var hann fluttur með hraði á spítala. Þar varð ljóst að fjölmörg líffæri virkuðu ekki sem skyldi. Blake hitti unnustu sína í meðferð fyrir þremur árum. Hún sagðist í samtali við fjölmiðla í gær biðja fyrir því að hann myndi lifa af. Hún búi sig hins vegar undir það að hann vakni aldrei. Það var Sky fréttastofan sem greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.