Erlent

Íranir segjast ekki ætla að af­henda flug­ritann

Atli Ísleifsson skrifar
Vélin fórst skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran.
Vélin fórst skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran. Getty

Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. Þess í stað ætla þeir sjálfir að sjá um rannsókn málsins, eins og þeir hafa rétt á samkvæmt alþjóðalögum.

Sérfræðingar benda þó á að framleiðandi vélar sem ferst sé yfirleitt þátttakandi í rannsóknum sem þessum auk þess sem fá ríki búi yfir þekkingu til að rannsaka slík slys til hlítar.

Þess vegna er rannsóknanefnd flugslysa í Bandaríkjunum yfirleitt kölluð til í mannskæðum flugslysum, ef um er að ræða Boeing-vélar, sem smíðaðar eru þar í landi.

Íranir og Bandaríkjamenn elda nú grátt silfur og hefur það sennilega áhrif á ákvörðun Írana, sem segja þó að Úkraínumenn geti komið að rannsókninni. Þá er búist við að Kanada komi einnig að rannsókninni en stór hluti þeirra sem fórust voru frá Kanada.

Íranir hafa þegar gefið út að áhöfnin sendi aldrei frá sér neyðarkall eftir að eldur kviknaði í hreyfli vélarinnar, heldur reyndu flugmennirnir að snúa vélinni við og lenda að nýju.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.