Enski boltinn

Gomes segist vera goðsögn hjá stuðningsmönnum Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gomes er góður með sig.
Gomes er góður með sig. Nordic Photos/Getty Images

Brasilíski markvörðurinn Heurelho Gomes hjá Tottenham segir að hann sé þegar orðinn goðsögn hjá stuðningsmönnum Tottenham.

Gomes átti afar erfitt uppdráttar hjá Spurs fyrst eftir að hann kom þangað frá PSV Eindhoven. Gerði ótrúleg mistök og gaf mörk.

Gomes, sem er kallaður Kolkrabbinn, segist ætla að endurgjalda þeim fjölda stuðningsmanna sem hafi staðið við bakið á honum meðan illa áraði.

„Þegar það gekk hræðilega hjá mér heyrði ég samt sungið úr stúkunni að fólkið elskaði mig. Þegar ég hitti stuðningsmenn á förnum vegi þá er mér alltaf hrósað og sumir þeirra segja að ég sé goðsögn hjá félaginu. Ég mun gera allt til þess að endurgjalda traustið og stuðninginn. Ég ætla að gera þetta fólk stolt af mér," sagði Gomes.

„Ég held að það versta sé yfirstaðið hjá mér," sagði Gomes sem mun standa á milli stanganna hjá Spurs í úrslitum deildarbikarsins í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×