KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 14:52 Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands. Vísir/Daniel Þór Knattspyrnusamband Íslands segir að það sé mjög ábótavant að úrræði stjórnvalda til þessa nýtist íþróttahreyfingunni. Áskorunin var birt á heimasíðu sambandsins og þar kemur fram að hún hafi verið samþykkt á fundi stjórnar KSÍ 22. apríl síðastliðinn. Fyrirsögnin er „Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu“ en þar er farið yfir það sem Knattspyrnusamband Íslands telur sig og önnur íþróttasambönd þurfi á að halda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. „Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn,“ segir í áskoruninni en þar kemur fram að þau úrræði sem að stjórnvöld hafa boðið rekstraraðilum og einstaklingum hingað til nýtist í raun ekki íþróttahreyfingunni og úr því þurfi nauðsynlega að bæta. „Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér,“ segir í áskoruninni en hana má sjá alla hér fyrir neðan. Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu Stjórn KSÍ skorar á stjórnvöld vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Hlúa þarf svo um hnúta að úrræði stjórnvalda sem ætlað er að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum vegna heimsfaraldurs Covid-19 nýtist einnig íþróttahreyfingunni í landinu. Ljóst er að óhjákvæmilegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins, sem leitt hefur til stöðvunar á allri íþróttastarfsemi, hafa komið mjög illa við knattspyrnu- og íþróttahreyfinguna í heild sinni. Áhrifin eru jafnt félagsleg sem fjárhagsleg. Rétt er að minna á að íþróttahreyfingin hefur á liðnum áratugum lyft grettistaki hvað varðar holla íþróttaiðkun ungs fólks og fyllt þjóðina stolti yfir árangri afreksfólks á innlendum og erlendum vettvangi. Þennan árangur er mikilvægt að varðveita með öllum tiltækum ráðum og búa í haginn fyrir enn frekari sókn. Brostnar forsendur knattspyrnuhreyfingarinnar þessa dagana er krefjandi verkefni sem við tökumst á við í sameiningu og reynum að leysa eftir bestu getu samfélaginu til heilla. Þegar faraldurinn braust út var knattspyrnuhreyfingin, með stórum hópi starfsmanna og sjálfboðaliða í stjórnum félaganna, í óða önn að undirbúa komandi keppnistímabil. Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn. Því beinir stjórn KSÍ þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að tryggja íþróttahreyfingunni öfluga viðspyrnu á komandi vikum og mánuðum. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Þessu er mjög ábótavant í þeim úrræðum stjórnvalda sem kynnt hafa verið til þessa og úr því þarf nauðsynlega að bæta. Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér. Með betrumbótum á þessum úrræðum ásamt öðrum aðgerðum myndi rekstrarumhverfi íþróttafélaganna verða betra og félögin, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geta frekar sinnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki. Stjórn KSÍ Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands segir að það sé mjög ábótavant að úrræði stjórnvalda til þessa nýtist íþróttahreyfingunni. Áskorunin var birt á heimasíðu sambandsins og þar kemur fram að hún hafi verið samþykkt á fundi stjórnar KSÍ 22. apríl síðastliðinn. Fyrirsögnin er „Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu“ en þar er farið yfir það sem Knattspyrnusamband Íslands telur sig og önnur íþróttasambönd þurfi á að halda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. „Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn,“ segir í áskoruninni en þar kemur fram að þau úrræði sem að stjórnvöld hafa boðið rekstraraðilum og einstaklingum hingað til nýtist í raun ekki íþróttahreyfingunni og úr því þurfi nauðsynlega að bæta. „Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér,“ segir í áskoruninni en hana má sjá alla hér fyrir neðan. Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu Stjórn KSÍ skorar á stjórnvöld vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Hlúa þarf svo um hnúta að úrræði stjórnvalda sem ætlað er að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum vegna heimsfaraldurs Covid-19 nýtist einnig íþróttahreyfingunni í landinu. Ljóst er að óhjákvæmilegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins, sem leitt hefur til stöðvunar á allri íþróttastarfsemi, hafa komið mjög illa við knattspyrnu- og íþróttahreyfinguna í heild sinni. Áhrifin eru jafnt félagsleg sem fjárhagsleg. Rétt er að minna á að íþróttahreyfingin hefur á liðnum áratugum lyft grettistaki hvað varðar holla íþróttaiðkun ungs fólks og fyllt þjóðina stolti yfir árangri afreksfólks á innlendum og erlendum vettvangi. Þennan árangur er mikilvægt að varðveita með öllum tiltækum ráðum og búa í haginn fyrir enn frekari sókn. Brostnar forsendur knattspyrnuhreyfingarinnar þessa dagana er krefjandi verkefni sem við tökumst á við í sameiningu og reynum að leysa eftir bestu getu samfélaginu til heilla. Þegar faraldurinn braust út var knattspyrnuhreyfingin, með stórum hópi starfsmanna og sjálfboðaliða í stjórnum félaganna, í óða önn að undirbúa komandi keppnistímabil. Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn. Því beinir stjórn KSÍ þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að tryggja íþróttahreyfingunni öfluga viðspyrnu á komandi vikum og mánuðum. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Þessu er mjög ábótavant í þeim úrræðum stjórnvalda sem kynnt hafa verið til þessa og úr því þarf nauðsynlega að bæta. Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér. Með betrumbótum á þessum úrræðum ásamt öðrum aðgerðum myndi rekstrarumhverfi íþróttafélaganna verða betra og félögin, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geta frekar sinnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki. Stjórn KSÍ
Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu Stjórn KSÍ skorar á stjórnvöld vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Hlúa þarf svo um hnúta að úrræði stjórnvalda sem ætlað er að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum vegna heimsfaraldurs Covid-19 nýtist einnig íþróttahreyfingunni í landinu. Ljóst er að óhjákvæmilegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins, sem leitt hefur til stöðvunar á allri íþróttastarfsemi, hafa komið mjög illa við knattspyrnu- og íþróttahreyfinguna í heild sinni. Áhrifin eru jafnt félagsleg sem fjárhagsleg. Rétt er að minna á að íþróttahreyfingin hefur á liðnum áratugum lyft grettistaki hvað varðar holla íþróttaiðkun ungs fólks og fyllt þjóðina stolti yfir árangri afreksfólks á innlendum og erlendum vettvangi. Þennan árangur er mikilvægt að varðveita með öllum tiltækum ráðum og búa í haginn fyrir enn frekari sókn. Brostnar forsendur knattspyrnuhreyfingarinnar þessa dagana er krefjandi verkefni sem við tökumst á við í sameiningu og reynum að leysa eftir bestu getu samfélaginu til heilla. Þegar faraldurinn braust út var knattspyrnuhreyfingin, með stórum hópi starfsmanna og sjálfboðaliða í stjórnum félaganna, í óða önn að undirbúa komandi keppnistímabil. Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn. Því beinir stjórn KSÍ þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að tryggja íþróttahreyfingunni öfluga viðspyrnu á komandi vikum og mánuðum. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Þessu er mjög ábótavant í þeim úrræðum stjórnvalda sem kynnt hafa verið til þessa og úr því þarf nauðsynlega að bæta. Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér. Með betrumbótum á þessum úrræðum ásamt öðrum aðgerðum myndi rekstrarumhverfi íþróttafélaganna verða betra og félögin, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geta frekar sinnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki. Stjórn KSÍ
Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira