Sprautuðu alla keppendur með sótthreinsivökva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 11:30 Hnefaleikakappinn þurfti að fara í mjög sérstaka sturtu rétt fyrir bardagann sinn. Mynd/Instagram Flestar íþróttir hafa legið í dvala undanfarna mánuði á meðan heimurinn berst við útbreiðslu kórónuveirunnar en út í heimi eru sumir mótshaldarar eru tilbúnir að ganga ansi langt til að halda keppni gangandi. Hnefaleikakeppnin sem vakti heimsathygli um helgina fór fram í Níkaragva í Mið-Ameríku en það var þó ekki fyrir keppnina sjálfa heldur meðferðina á keppendunum sextán. Átta bardagar fóru fram þetta kvöld og það voru 800 áhorfendur í salnum. Áhorfendur þurftu ekki að borga sig inn í Alexis Arguello Sports höllina í Managua. Þeir þurftu aftur á móti að þola það að sótthreinsa sig, láta hitamæla sig við inngöngu og að sitja síðan í eins metra fjarlægð frá hverjum öðrum. Fighters sprayed with disinfectant as controvertial boxing card goes ahead in front of 800 fans. https://t.co/vhQXJyHzPn pic.twitter.com/sjrYMwCoye— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 Allt eru það skiljanlegar og þolanlegar kringumstæður nú þegar allir eru að reyna að halda kórónuveirunni í skefjum. Aðra sögu var að segja að keppendunum sjálfum því hnefaleikakapparnir þurftu að ganga í gegnum í furðulega meðferð áður en þeir fengu að stíga sinn í sjálfan hringinn. Þjálfarar og aðstoðarkonurnar þurftu öll að vera með grímu allan tímann og hnefaleikakapparnir voru með grímu allt þar til að þeir fóru inn í hringinn. Það sem hneykslaði þó fólk var að hnefaleikakapparnir voru sprautaðir með sótthreinsivökva áður en þeir fór inn í hringinn. Bardagarnir voru í beinni sjónvarpsútsendingu hjá bæði Canal 6 og ESPN Latin America og þaðan komu tekjurnar. View this post on Instagram 2020 Boxing can you imagine if your favorite fighter has to be cleaned before a fight ? What s your thoughts? #Boxeo #Boxing #COVID19 A post shared by TVBOXEO (@tvboxeo) on Apr 25, 2020 at 12:32pm PDT Rosendo Alvarez, tvöfaldur heimsmeistari, stóð fyrir keppninni og varði ákvörðun sína að halda bardagakvöldið þrátt fyrir ástandið. „Níkaragva er fátækt land og boxarar þurfa að borða. Þeir geta ekki verið innilokaðir í sínu húsi,“ sagði Rosendo Alvarez. Það hafa aðeins þrettán tilfelli af COVID-19 komið upp í Níkaragva og bæði fótbolta- og hafnarboltatímabilið er enn í fullum gangi í landinu. Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira
Flestar íþróttir hafa legið í dvala undanfarna mánuði á meðan heimurinn berst við útbreiðslu kórónuveirunnar en út í heimi eru sumir mótshaldarar eru tilbúnir að ganga ansi langt til að halda keppni gangandi. Hnefaleikakeppnin sem vakti heimsathygli um helgina fór fram í Níkaragva í Mið-Ameríku en það var þó ekki fyrir keppnina sjálfa heldur meðferðina á keppendunum sextán. Átta bardagar fóru fram þetta kvöld og það voru 800 áhorfendur í salnum. Áhorfendur þurftu ekki að borga sig inn í Alexis Arguello Sports höllina í Managua. Þeir þurftu aftur á móti að þola það að sótthreinsa sig, láta hitamæla sig við inngöngu og að sitja síðan í eins metra fjarlægð frá hverjum öðrum. Fighters sprayed with disinfectant as controvertial boxing card goes ahead in front of 800 fans. https://t.co/vhQXJyHzPn pic.twitter.com/sjrYMwCoye— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 Allt eru það skiljanlegar og þolanlegar kringumstæður nú þegar allir eru að reyna að halda kórónuveirunni í skefjum. Aðra sögu var að segja að keppendunum sjálfum því hnefaleikakapparnir þurftu að ganga í gegnum í furðulega meðferð áður en þeir fengu að stíga sinn í sjálfan hringinn. Þjálfarar og aðstoðarkonurnar þurftu öll að vera með grímu allan tímann og hnefaleikakapparnir voru með grímu allt þar til að þeir fóru inn í hringinn. Það sem hneykslaði þó fólk var að hnefaleikakapparnir voru sprautaðir með sótthreinsivökva áður en þeir fór inn í hringinn. Bardagarnir voru í beinni sjónvarpsútsendingu hjá bæði Canal 6 og ESPN Latin America og þaðan komu tekjurnar. View this post on Instagram 2020 Boxing can you imagine if your favorite fighter has to be cleaned before a fight ? What s your thoughts? #Boxeo #Boxing #COVID19 A post shared by TVBOXEO (@tvboxeo) on Apr 25, 2020 at 12:32pm PDT Rosendo Alvarez, tvöfaldur heimsmeistari, stóð fyrir keppninni og varði ákvörðun sína að halda bardagakvöldið þrátt fyrir ástandið. „Níkaragva er fátækt land og boxarar þurfa að borða. Þeir geta ekki verið innilokaðir í sínu húsi,“ sagði Rosendo Alvarez. Það hafa aðeins þrettán tilfelli af COVID-19 komið upp í Níkaragva og bæði fótbolta- og hafnarboltatímabilið er enn í fullum gangi í landinu.
Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira