Íslenski boltinn

Tryggvi inn fyrir Helga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi er hér með Kristófer Skúla Sigurgeirssyni, aðstoðarþjálfara Fjölnis, fyrir bikarúrslitaleik FH og Fjölnis í fyrra.
Tryggvi er hér með Kristófer Skúla Sigurgeirssyni, aðstoðarþjálfara Fjölnis, fyrir bikarúrslitaleik FH og Fjölnis í fyrra. Mynd/E. Stefán

Tryggvi Guðmundsson hefur verið valinn í íslenska landsliðið sem mætir Slóvakíu ytra í næstu viku í stað Helga Sigurðssonar sem á við meiðsli að stríða.

Tryggvi skoraði eitt marka Íslands í 3-0 sigri á Færeyjum í Kórnum nú um helgina en hann lék í fyrsta sinn í þrjú ár með landsliðinu nú í síðasta mánuði á æfingamótinu í Möltu.

Alls á hann að baki 41 landsleik og hefur hann skorað í þeim tólf mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×