Veiðir við höfnina til að spara og slaka á Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2018 15:00 Muhammed að veiða sér í matinn og notar tímann til að slaka á og læra. „Ég er nú bara að elda mér þorsk,“ segir Muhammed Emin Kizilkaya, 24 ára gamall nemandi á meistarastigi í félagsfræði við Háskóla Íslands, þegar blaðamaður hefur samband. Það væri ekki í frásögur færandi fyrir utan þá staðreynd að þorskinn veiddi Muhammed sjálfur við höfn í Reykjavík. „Ég veiddi mikið í sumar og gekk frá í frysti. Ég á góðar birgðir af fiski í vetur. Ég fer bara með veiðistöngina mína, besti staðurinn er nærri Eimskip. Ég sé marga aðra veiða þar, mér finnst þetta líka ein besta slökun sem kostur er á,“ segir Muhammed frá. Hann steikir þorskinn á pönnu með sítrónu, salti, pipar og lauk. „Þetta er góður matur og fyrir manneskju í námi er þetta ágætis sparnaðarráð.“ Muhammed flutti til Íslands fyrir nokkrum árum frá Slagelse í Danmörku, bæ ekki fjarri Kaupmannahöfn. „Ég er fæddur í Danmörku. En móðir mín flutti þangað þriggja ára gömul. Við erum Kúrdar frá Tyrklandi. Mamma hefur plumað sig vel í Danmörku og er nú skólastjóri í Slagelse. Pabbi kom seinna til Danmerkur, eða eftir tvítugt. Það var miklu erfiðara fyrir hann að aðlagast. Hann var menntaður dýralæknir en námið og reynslan ekki metin í Danmörku. Hann þurfti því að taka gráðuna aftur í Danmörku á ókunnu tungumáli. Hverju einasta orði sem hann las þurfti hann að fletta upp í orðabók. Honum tókst þetta, það kostaði blóð, svita og tár. Pabbi átti seinna eftir að gefa mér ráð þegar ég flutti til Íslands. Að gefast ekki upp. Ég kunni ekki stakt orð í íslensku þegar ég fluttist hingað en lauk BS-gráðu á íslensku í félagsfræði,“ segir Muhammed léttur í sinni. Hann lærði mest í íslensku af aldraðri nágrannakonu sinni. „Ég átti dásamlegan nágranna sem kenndi mér mikið í íslensku. Hún er núna á Hrafnistu en ég geri ráð fyrir að heimsækja hana um jólin. Ég er múslimi og held ekki upp á jólin í desember eins og þið. Mér finnst jólahaldið hér notalegt og ég tek þátt í því með því að veita fólki liðsinni eða félagsskap sem er eitt síns liðs um jól.“ Hann hefur stundum orðið fyrir fordómum en kýs að líta hjá því. „Það er nú líklega vegna nafnsins. Fólk er tortryggið þegar það veit ekki mikið um menningu annarra. Ég lifi eftir þeim gildum að það sem skipti mestu máli í þessu lífi sé að gera ólíku fólki af ólíkum uppruna kleift að lifa saman í sátt og samlyndi. Þvert á trúarbrögð og menningu,“ segir Muhammed sem er í félagsskap sem kallast Horizon þar sem friðarhugsjónin er höfð í hávegum. „Mér finnst mikilvægt að vinna gegn pólskiptri umræðu. Þróunin hefur verið þannig, gjá milli fólks með mismunandi skoðanir er sífellt að dýpka. Sú þróun er ekki góð,“ segir hann. En hvers vegna kom hann hingað? Hvað dró hann til Íslands? „Ég elska veðrið hér. Ég vil helst hafa alveg snarvitlaust veður, hríðarbyl. Andstæðurnar heilla mig og náttúruöflin. Jarðskjálftar og eldgos. Orkan hér er svo mikil,“ segir Muhammed sem starfar með námi hjá ferðaþjónustufyrirtæki sem er með ferðaleiðsögn. Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
„Ég er nú bara að elda mér þorsk,“ segir Muhammed Emin Kizilkaya, 24 ára gamall nemandi á meistarastigi í félagsfræði við Háskóla Íslands, þegar blaðamaður hefur samband. Það væri ekki í frásögur færandi fyrir utan þá staðreynd að þorskinn veiddi Muhammed sjálfur við höfn í Reykjavík. „Ég veiddi mikið í sumar og gekk frá í frysti. Ég á góðar birgðir af fiski í vetur. Ég fer bara með veiðistöngina mína, besti staðurinn er nærri Eimskip. Ég sé marga aðra veiða þar, mér finnst þetta líka ein besta slökun sem kostur er á,“ segir Muhammed frá. Hann steikir þorskinn á pönnu með sítrónu, salti, pipar og lauk. „Þetta er góður matur og fyrir manneskju í námi er þetta ágætis sparnaðarráð.“ Muhammed flutti til Íslands fyrir nokkrum árum frá Slagelse í Danmörku, bæ ekki fjarri Kaupmannahöfn. „Ég er fæddur í Danmörku. En móðir mín flutti þangað þriggja ára gömul. Við erum Kúrdar frá Tyrklandi. Mamma hefur plumað sig vel í Danmörku og er nú skólastjóri í Slagelse. Pabbi kom seinna til Danmerkur, eða eftir tvítugt. Það var miklu erfiðara fyrir hann að aðlagast. Hann var menntaður dýralæknir en námið og reynslan ekki metin í Danmörku. Hann þurfti því að taka gráðuna aftur í Danmörku á ókunnu tungumáli. Hverju einasta orði sem hann las þurfti hann að fletta upp í orðabók. Honum tókst þetta, það kostaði blóð, svita og tár. Pabbi átti seinna eftir að gefa mér ráð þegar ég flutti til Íslands. Að gefast ekki upp. Ég kunni ekki stakt orð í íslensku þegar ég fluttist hingað en lauk BS-gráðu á íslensku í félagsfræði,“ segir Muhammed léttur í sinni. Hann lærði mest í íslensku af aldraðri nágrannakonu sinni. „Ég átti dásamlegan nágranna sem kenndi mér mikið í íslensku. Hún er núna á Hrafnistu en ég geri ráð fyrir að heimsækja hana um jólin. Ég er múslimi og held ekki upp á jólin í desember eins og þið. Mér finnst jólahaldið hér notalegt og ég tek þátt í því með því að veita fólki liðsinni eða félagsskap sem er eitt síns liðs um jól.“ Hann hefur stundum orðið fyrir fordómum en kýs að líta hjá því. „Það er nú líklega vegna nafnsins. Fólk er tortryggið þegar það veit ekki mikið um menningu annarra. Ég lifi eftir þeim gildum að það sem skipti mestu máli í þessu lífi sé að gera ólíku fólki af ólíkum uppruna kleift að lifa saman í sátt og samlyndi. Þvert á trúarbrögð og menningu,“ segir Muhammed sem er í félagsskap sem kallast Horizon þar sem friðarhugsjónin er höfð í hávegum. „Mér finnst mikilvægt að vinna gegn pólskiptri umræðu. Þróunin hefur verið þannig, gjá milli fólks með mismunandi skoðanir er sífellt að dýpka. Sú þróun er ekki góð,“ segir hann. En hvers vegna kom hann hingað? Hvað dró hann til Íslands? „Ég elska veðrið hér. Ég vil helst hafa alveg snarvitlaust veður, hríðarbyl. Andstæðurnar heilla mig og náttúruöflin. Jarðskjálftar og eldgos. Orkan hér er svo mikil,“ segir Muhammed sem starfar með námi hjá ferðaþjónustufyrirtæki sem er með ferðaleiðsögn.
Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira