Karadzic segist eiga skilin verðlaun frekar en refsingu 16. október 2012 23:45 Sakborningurinn var afar brosmildur í réttarsalnum og virtist afslappaður. nordicphotos/AFP Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hóf í gær málsvörn sína fyrir stríðsglæpadómstól í Haag. Hann sætir ákærum fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. „Í staðinn fyrir að vera ásakaður fyrir atburði í stríði okkar, þá ætti ég að fá verðlaun fyrir allt það góða sem ég hef gert,“ sagði Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, þegar hann hóf málsvörn sína fyrir stríðsglæpadómstól í Hollandi. „Allir sem þekkja mig vita að ég er enginn einvaldur, ég er ekki árásargjarn, ég er ekki óbilgjarn,“ sagði Karadzic. „Þvert á móti er ég mildur maður, umburðarlyndur og hef mikla hæfileika til að sýna öðrum skilning.“ Karadzic er meðal annars ákærður fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. Hann er sagður hafa skipulagt ofsóknarherferðir gegn múslímum og Króötum í Bosníu allt frá árinu 1992 til ársins 1995, þegar ofsóknirnar náðu hámarki í fjöldamorðunum í Srebrenica. Karadzic sagðist saklaus af öllu þessu: „Ég gerði allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir stríðið,“ sagði hann. „Mér tókst að draga úr þjáningum almennings.“ Hann fékk níutíu mínútur til að verja gerðir sínar í gær áður en réttarhöldin héldu áfram. Hann virtist afslappaður og brosti óspart. Meðal annars fullyrti hann að sum af verstu voðaverkum Bosníu-stríðsins hefðu skipulögð af öðrum en Serbum, og þá í þeim tilgangi að snúa áliti almennings gegn Serbum. Þetta segir hann meðal annars hafa átt við um tvær sprengjuárásir á markaðstorgið í Sarajevó árið 1994 og 1995. Hann sagðist unna borginni Sarajevó og að allar árásir á borgina hefðu sært sig illa. Fyrri sprengjuárásina sagði hann „útfærða af algjöru samviskuleysi“. „Auðvitað dó fólk í þeirri sprengingu en við sáum líka að gínum var fleygt á vöruflutningabíla til að búa til þessa sýningu handa umheiminum,“ sagði Karadzic í gær.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hóf í gær málsvörn sína fyrir stríðsglæpadómstól í Haag. Hann sætir ákærum fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. „Í staðinn fyrir að vera ásakaður fyrir atburði í stríði okkar, þá ætti ég að fá verðlaun fyrir allt það góða sem ég hef gert,“ sagði Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, þegar hann hóf málsvörn sína fyrir stríðsglæpadómstól í Hollandi. „Allir sem þekkja mig vita að ég er enginn einvaldur, ég er ekki árásargjarn, ég er ekki óbilgjarn,“ sagði Karadzic. „Þvert á móti er ég mildur maður, umburðarlyndur og hef mikla hæfileika til að sýna öðrum skilning.“ Karadzic er meðal annars ákærður fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. Hann er sagður hafa skipulagt ofsóknarherferðir gegn múslímum og Króötum í Bosníu allt frá árinu 1992 til ársins 1995, þegar ofsóknirnar náðu hámarki í fjöldamorðunum í Srebrenica. Karadzic sagðist saklaus af öllu þessu: „Ég gerði allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir stríðið,“ sagði hann. „Mér tókst að draga úr þjáningum almennings.“ Hann fékk níutíu mínútur til að verja gerðir sínar í gær áður en réttarhöldin héldu áfram. Hann virtist afslappaður og brosti óspart. Meðal annars fullyrti hann að sum af verstu voðaverkum Bosníu-stríðsins hefðu skipulögð af öðrum en Serbum, og þá í þeim tilgangi að snúa áliti almennings gegn Serbum. Þetta segir hann meðal annars hafa átt við um tvær sprengjuárásir á markaðstorgið í Sarajevó árið 1994 og 1995. Hann sagðist unna borginni Sarajevó og að allar árásir á borgina hefðu sært sig illa. Fyrri sprengjuárásina sagði hann „útfærða af algjöru samviskuleysi“. „Auðvitað dó fólk í þeirri sprengingu en við sáum líka að gínum var fleygt á vöruflutningabíla til að búa til þessa sýningu handa umheiminum,“ sagði Karadzic í gær.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira