Stórir útitónleikar verða haldnir á Ingólfstorgi á morgun, fimmtudag milli 17 og 19. Fram koma Jeff Who?, Jan Mayen, Æla, Kimono, Skátar og Beikon og munu þau væntanlega rokka grimmt í veðurblíðunni. Útvarpsmaðurinn góðkunni Ólafur Páll Gunnarsson verður kynnir og plötusnúður.
Tónleikarnir eru fyrst og fremst haldnir með ungt fólk í huga og verður Jafningjafræðslan mjög sýnileg á svæðinu. Eru tónleikarnir haldnir að frumkvæði Landsbankans.