Fótbolti

Ísland tekur risastökk á styrkleikalista FIFA

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strákarnir okkar fögnuðu vel í gærkvöldi.
Strákarnir okkar fögnuðu vel í gærkvöldi. Mynd/Valli
Nýr styrkleikalisti FIFA verður birtur á morgun. Íslenska karlalandsliðið gæti rokið upp um tuttugu sæti á listanum.

Ísland situr sem stendur í 70. sæti listans. Til samanburðar er Sviss í 15. sæti, Noregur í 25. sæti, Albanía í 38. sæti, Slóvenía í 45. sæti og Kýpur í 123. sæti.

Ísland hefur 499 stig á listanum í dag sem sjá má á heimasíðu FIFA. Þar má einnig reikna út líkleg stig miðað við fyrirliggjandi úrslit. Síðan síðasti listi var birtur hefur Ísland lagt Færeyinga og Albani að velli auk jafnteflisins 4-4 í Sviss.

Miðað við þau úrslit ætti Ísland að fara úr 499 stigum í 599 stig á listanum. Miðað við listann í dag færu okkar menn í 53. sæti listans. Þó þarf að hafa í huga að úrslit annarra þjóða hafa heilmikil áhrif á það í hvaða sæti Ísland verður á listanum á morgun.

Engu að síður er ljóst að landsliðið mun taka gott stökk upp listann. Þegar Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við landsliðinu í október 2011 sat landsliðið í 108. sæti listans.


Tengdar fréttir

Full ástæða til þess að brosa

Eftir sigur Íslands á Albönum í gærkvöldi á karlalandsliðið í knattspyrnu í fyrsta sinn raunhæfan möguleika á því að spila í lokakeppni heimsmeistaramótsins.

Erum í góðum málum

„Það var æðisleg og frábær tilfinning. Það var snilld að ná þremur stigum,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson sem skoraði sigurmark Íslands á Albaníu í gær með hælnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×