Fótbolti

Erum í góðum málum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kolbeinn vinnur eitt af mörgum skallaeinvígum.
Kolbeinn vinnur eitt af mörgum skallaeinvígum. fréttablaðið/valli
„Það var æðisleg og frábær tilfinning. Það var snilld að ná þremur stigum,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson sem skoraði sigurmark Íslands á Albaníu í gær með hælnum.

„Ég hitti hann vel með hælnum beint í fjærhornið, góð snerting og gott mark.“

Kolbeinn lék mjög vel í gær og hljóp óhemju mikið. Þegar leið á leikinn og Albanía reyndi að jafna metin var Kolbeinn óþreytandi í að hlaupa á milli manna og lék mjög vel sem fremsti varnarmaður Íslands.

„Vörnin var að spila hrikalega vel. Við lékum frábæran bolta í fyrri hálfleik en það var aðeins erfiðara í seinni hálfleik en við börðumst og unnum fyrir þessum stigum.“

„Við erum í öðru sæti og í góðum málum en ég held að það sé alveg klárt að við verðum að vinna báða leikina sem eftir eru. Ef við klárum okkar leiki erum við öruggir í umspilið,“ sagði Kolbeinn að lokum um möguleika Íslands í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×