Erlent

Samið um nánara samstarf

Rússland og Evrópusambandið hafa gert samkomulag um nánara samstarf á ýmsum sviðum, þar á meðal í efnahags- og öryggismálum. Samkipti Rússlands og sambandsins hafa verið stirð um nokkurt skeið, m.a. vegna málefna Tsjetsjeníu og stækkunar ESB í austur en auk þess hafa nokkur fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna viljað nánari samskiptið Vestur-Evrópu. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði að með samkomulaginu myndu átakalínur í Evrópu vonandi hverfa, en frekari samningaviðræður eru fyrirhugaðar á milli ESB og Rússlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×