Enski boltinn

Bendtner lofar að halda sér í buxunum framvegis

Nordic Photos/Getty Images

Framherjinn Nicklas Bendtner hjá Arsenal hefur beðist afsökunar á hegðun sinni eftir að Arsenal var sópað út úr meistaradeildinni í fyrrakvöld.

Bendtner fór út á lífið eftir 3-1 skellinn sem Arsenal fékk frá Manchester United á þriðjudagskvöldið og drekkti sorgum sínum svo um munaði.

Ljósmyndarar náðu myndum af danska landsliðsmanninum augafullum með buxurnar á hælunum klukkan fjögur morguninn eftir leikinn.

Bendtner segist hafa verið gríðarlega vonsvikinn að falla úr leik í meistaradeildinni, en harmar það sem gerðist.

"Það skiptir samt ekki máli hvað ég var vonsvikinn, það réttlætir ekki hegðun mína síðar um kvöldið. Ég er kannski ungur að árum, en þetta var dómgreindarskortur sem ég sé mikið eftir. Mig langar að biðja stuðningsmennina og félagið afsökunar á þessu. Ég get ekki breytt fortíðinni en ég mun læra af mistökum mínum," sagði Bendtner.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×