„Eru þeir að ráðast á Íslendinga með því að kalla brúðkaup aldarinnar brauðkaup?“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2019 14:30 Egill Einarsson starfar við það að koma Íslendingum í gott form. Brauð er ekki lausnin að hans mati. „Nú er janúar og það er talað um brúðkaup ársins sem brauðkaup. Er þetta keypt auglýsing eða hvað er að frétta þarna?“ spyr einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson um stóra brauðkaup aldarinnar málið. Í morgun birtist frétt á forsíðu Fréttablaðsins með fyrirsögninni Gylfi Þór og Alexandra undirbúa brauðkaup aldarinnar. Í fréttinni er greint frá því að Alexandra sé stödd á Ítalíu að undirbúa brúðkaup hennar og landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar næsta sumar. Þarna er greinilega um innsláttarvillu að ræða, eða hvað? „Heilsujanúar er varla farinn af stað og Fréttablaðið kallar brúðkaup aldarinnar brauðkaup? Og annar hver Íslendingur á ketó núna. Er Fréttablaðið þá á móti ketó? Hefur Fréttablaðið eitthvað á móti því að þjóðin bæti heilsu sína?“Svona leit fréttin út í blaðinu í dag.Egill heldur áfram og spyr sig hvaða áhrif þetta hafi fyrir þá ótal ungu aðdáendur sem Gylfi á hér á landi. „Þarna er talað um brúðkaup ársins sem brauðkaup, maður veltir því fyrir sér hvaða áhrif þetta mun hafa á ungu kynslóðina, þegar margir eru að reyna vinna í heilsunni.“ „Er kannski blaðamaðurinn hluthafi í Bakarameistaranum? Ég ætla ekki að fullyrða það en maður spyr sig. Ég mæli persónulega með því að fólk fari í betri kolvetni en brauðið. Fólk á frekar að fá kolvetnin úr grænmetinu en brauðinu.“ Íslendingar eru margir hverjir á ketó-matarræði um þessar mundir og þá má ekki borða nein kolvetni. Brauð er því helsti óvinurinn í þeim málum. „Ketó er mjög vinsælt sem er í rauninni mjög jákvætt þar sem það er frekar góður lífstíll. Brauð er óvinur ketó, eru þeir að ráðast á Íslendinga með því að kalla brúðkaup aldarinnar brauðkaup?“ Fjölmargir hafa tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum og má sjá nokkrar vel valdar færslur hér að neðan.Ó, mér sýndist þetta fyrst vera hundur. pic.twitter.com/pqyRmfIdTE— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 8, 2019 Okei MJÖG SPENNT! Elska að kaupa brauð, hlakka til að sjá hvernig þau ætla að gera þetta pic.twitter.com/orzl7jWfWL— Auður Albertsdóttir (@ausausa) January 8, 2019 Ókey, eru þau sem sagt að taka yfir þrotabú Kornsins? pic.twitter.com/W50ZljBhRs— Stefán Pálsson (@Stebbip) January 8, 2019 Brúðkaup eða brauðkaup...krauttlegt bara finnst mér #lífiðkrakkar pic.twitter.com/Cin8ZtiH5S— Steingrímur Sævarr Ólafsson (@frettir) January 8, 2019 ÉG ÆTLA AÐ FÁ 4.000 RÚNSTYKKI MEÐ BIRKI OG ÖLL SÓLKJARNARBRAUÐIN ÞÍN. NÁÐU LÍKA Í ÖLL NORMALBRAUÐIN SEM ÞÚ ÁTT, NIÐURSKORIN TAKK. ÞAÐ STENDUR NEBBLA MIKIÐ TIL! https://t.co/l2mCP1R1b8— Pétur Jónsson (@senordonpedro) January 8, 2019 Brauð og co að fá samkeppni í brauðleiknum? #breadgate pic.twitter.com/HueXOC7KbJ— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) January 8, 2019 Brauðkaup aldarinnar - MYNDIR pic.twitter.com/gf4ekNl7ex— Atli Fannar (@atlifannar) January 8, 2019 Og ég sem var viss um að þau væri í keto. Ákveðinn skellur. #brauðkaup pic.twitter.com/lM66V6eIPh— Baldvin Bergsson (@baldvinthor) January 8, 2019 Hversu mikið brauð eru þau að kaupa? @frettabladid_is það kemur nefninlega ekki fram í fréttinni. Þau eru greinilega ekki á ketó pic.twitter.com/w82eCc89xj— Silja Björk (@siljabjorkk) January 8, 2019 Bakarameistarinn strikes again. pic.twitter.com/dPdYYkrwNU— Hjalti Harðar (@hhardarson) January 8, 2019 The keto resistance starts today pic.twitter.com/vM8MMgiYq3— Eydís Blöndal (@eydisblondal) January 8, 2019 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
„Nú er janúar og það er talað um brúðkaup ársins sem brauðkaup. Er þetta keypt auglýsing eða hvað er að frétta þarna?“ spyr einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson um stóra brauðkaup aldarinnar málið. Í morgun birtist frétt á forsíðu Fréttablaðsins með fyrirsögninni Gylfi Þór og Alexandra undirbúa brauðkaup aldarinnar. Í fréttinni er greint frá því að Alexandra sé stödd á Ítalíu að undirbúa brúðkaup hennar og landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar næsta sumar. Þarna er greinilega um innsláttarvillu að ræða, eða hvað? „Heilsujanúar er varla farinn af stað og Fréttablaðið kallar brúðkaup aldarinnar brauðkaup? Og annar hver Íslendingur á ketó núna. Er Fréttablaðið þá á móti ketó? Hefur Fréttablaðið eitthvað á móti því að þjóðin bæti heilsu sína?“Svona leit fréttin út í blaðinu í dag.Egill heldur áfram og spyr sig hvaða áhrif þetta hafi fyrir þá ótal ungu aðdáendur sem Gylfi á hér á landi. „Þarna er talað um brúðkaup ársins sem brauðkaup, maður veltir því fyrir sér hvaða áhrif þetta mun hafa á ungu kynslóðina, þegar margir eru að reyna vinna í heilsunni.“ „Er kannski blaðamaðurinn hluthafi í Bakarameistaranum? Ég ætla ekki að fullyrða það en maður spyr sig. Ég mæli persónulega með því að fólk fari í betri kolvetni en brauðið. Fólk á frekar að fá kolvetnin úr grænmetinu en brauðinu.“ Íslendingar eru margir hverjir á ketó-matarræði um þessar mundir og þá má ekki borða nein kolvetni. Brauð er því helsti óvinurinn í þeim málum. „Ketó er mjög vinsælt sem er í rauninni mjög jákvætt þar sem það er frekar góður lífstíll. Brauð er óvinur ketó, eru þeir að ráðast á Íslendinga með því að kalla brúðkaup aldarinnar brauðkaup?“ Fjölmargir hafa tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum og má sjá nokkrar vel valdar færslur hér að neðan.Ó, mér sýndist þetta fyrst vera hundur. pic.twitter.com/pqyRmfIdTE— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 8, 2019 Okei MJÖG SPENNT! Elska að kaupa brauð, hlakka til að sjá hvernig þau ætla að gera þetta pic.twitter.com/orzl7jWfWL— Auður Albertsdóttir (@ausausa) January 8, 2019 Ókey, eru þau sem sagt að taka yfir þrotabú Kornsins? pic.twitter.com/W50ZljBhRs— Stefán Pálsson (@Stebbip) January 8, 2019 Brúðkaup eða brauðkaup...krauttlegt bara finnst mér #lífiðkrakkar pic.twitter.com/Cin8ZtiH5S— Steingrímur Sævarr Ólafsson (@frettir) January 8, 2019 ÉG ÆTLA AÐ FÁ 4.000 RÚNSTYKKI MEÐ BIRKI OG ÖLL SÓLKJARNARBRAUÐIN ÞÍN. NÁÐU LÍKA Í ÖLL NORMALBRAUÐIN SEM ÞÚ ÁTT, NIÐURSKORIN TAKK. ÞAÐ STENDUR NEBBLA MIKIÐ TIL! https://t.co/l2mCP1R1b8— Pétur Jónsson (@senordonpedro) January 8, 2019 Brauð og co að fá samkeppni í brauðleiknum? #breadgate pic.twitter.com/HueXOC7KbJ— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) January 8, 2019 Brauðkaup aldarinnar - MYNDIR pic.twitter.com/gf4ekNl7ex— Atli Fannar (@atlifannar) January 8, 2019 Og ég sem var viss um að þau væri í keto. Ákveðinn skellur. #brauðkaup pic.twitter.com/lM66V6eIPh— Baldvin Bergsson (@baldvinthor) January 8, 2019 Hversu mikið brauð eru þau að kaupa? @frettabladid_is það kemur nefninlega ekki fram í fréttinni. Þau eru greinilega ekki á ketó pic.twitter.com/w82eCc89xj— Silja Björk (@siljabjorkk) January 8, 2019 Bakarameistarinn strikes again. pic.twitter.com/dPdYYkrwNU— Hjalti Harðar (@hhardarson) January 8, 2019 The keto resistance starts today pic.twitter.com/vM8MMgiYq3— Eydís Blöndal (@eydisblondal) January 8, 2019
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira