Enski boltinn

Liverpool er í viðræðum við Atletico

NordicPhotos/GettyImages

Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að Liverpool sé nú að gera lokatilraun til að fá til sín framherjann Fernando Torres hjá Atletico Madrid. Sagt er að félögin séu í viðræðum en forseti Atletico segir ekkert tilboð hafa komið frá enska félaginu.

Talið er að verðmiðinn á Torres sé 27 milljónir punda, en að Liverpool sé ekki tilbúið að greiða svo mikið fyrir hann. Því er haldið fram að Atletico vilji fá Luis Garcia í skiptum fyrir Torres, en það mun Liverpool ekki geta sætt sig við. Torres er sagður hafa áhuga á að fara til Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×