Sport

Dagskráin í dag: Nýliðavalið í NFL og píla í beinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Joe Burrow er einn þeirra sem tekur þátt í nýliðavalinu í kvöld.
Joe Burrow er einn þeirra sem tekur þátt í nýliðavalinu í kvöld. vísir/getty

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Á Stöð 2 Sport má finna ansi myndarlega dagskrá á þessum fyrsta degi sumars en hápunkturinn er klárlega nýliðaval NFL deildarinnar sem verður í beinni útsendingu í kvöld. Útsendingin hefst klukkan 02.00 og stendur eitthvað inn í nóttina. Að öðru leyti má finna sitt lítið af hverju; frábæra íslenska fótboltaleiki, viðtalsþátt með Martin Ødegaard og margt, margt fleira.

Stöð 2 Sport 2

Körfubolti, handbolti og píla er það sem má finna á Stöð 2 Sport 2 í dag. Dagurinn byrjar á úrslitaeinvígi Hauka og Selfoss frá árinu 2019 er Selfoss varð Íslandsmeistari en svo tekur við körfubolti áður en bein útsending frá sérstakri keppni bestu pílukastara heims á vegum PDC pílusambandsins hefst. Allir keppendur mótsins eru á sínu heimili og streyma beint frá heimili sínu.

Stöð 2 Sport 3

Kraftaverkið í Istanbúl, frábærir íslenskir körfuboltaleikir og útsending frá úrslitaleik Manchester United og Chelsea í Meistaradeild Evrópu árið 2008 er það sem má meðal annars finna á Sport 3 í dag og kvöld. Meðal þeirra körfuboltaleikja sem verða sýndir er útsending frá 4. leik Grindavíkur og KR í úrslitumi Dominos deildar karla 2014.

Stöð 2 eSport

Vodafone-deildin er eins og áður fyrirferðamikil á rafíþróttastöðinni í dag en einnig má finna CS: Lenovo deildina og vináttulandsleiki í eFótbolta.

Stöð 2 Golf

Íslandsmótið í höggleik frá árinu 2012 sem og KPMG-mótið á sama ári er á meðal útsendinga Stöð 2 Golf í dag. Eiinnig verður sýnt frá forsetabikarnum.

Allar útsendingar dagsins má finna hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.