Sport

Átti að fara fram í Las Vegas en fer þess í stað fram í bílskúrnum hjá Roger Goodell

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roger Goodell, forseti NFL-deildarinnar.
Roger Goodell, forseti NFL-deildarinnar. Vísir/Getty

Næst stærsti viðburður ársins í NFL-deildinni, nýliðavalið, átti að fara fram í Las Vegas um helgina en vegna kórónuveirunnar varð að hætta við það. Þess í stað verður valið sýnt í beinni á netinu.

Roger Goodell, yfirmaður NFL-deildarinnar, verður í þess stað í skúrnum heima hjá sér og mun skýra frá vali hvers liðs í gegnum netið. Reiknað er með að um ellefu milljón manna muni fylgjast með valinu sem fer fram um helgina.

Viðbrögð þeirra sem verða valdir verða þó sýnd í útsendingunni því þeir 58 leikmenn sem eru líklegastir til þess að vera valdir eru með myndavél heima hjá sér eða fjölskyldu sinni.

255 leikmenn úr bandaríska háskólafótboltanum munu fá að vita um helgina hvort að draumur þeirra hafi orðið að veruleika; að komast inn í NFL-deildina. Hvert lið er á ákveðnum stað í röð sem úthlutast frá hvernig liðinu vegnaði á síðustu leiktíð.

Cincinnati Bengals eru með fyrsta val til að mynda en það verður sýnt frá þessu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin hefst klukkan 02.00.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.