Vilja skikka foreldra á námskeið eftir skilnað barnanna vegna Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2020 10:29 Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir fara af stað með nýtt reynsluverkefni. Skilnaður er oft erfiður fyrir fólk sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Í dag 1.apríl opnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra nýjan rafrænan vettvang um sérhæfða skilnaðarráðgjöf sem ber heitið samvinna eftir skilnað barnanna vegna. Um er að ræða reynsluverkefni í Hafnarfirði og Fljótsdalshéraði til að byrja með. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og hjálpar fráskildum foreldrum að takast á við lífið með börnunum eftir skilnað. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir vilja fara þessa leið Dana hér á landi og var rætt við þær í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er markmiðið að skikka foreldar á námskeið eftir skilnað. Við stefnum að því á sama hátt og Danirnir eru nú þegar búnir að setja í lög hjá sér,“ segir Sigrún en Danir hafa þróað þessa leið frá árinu 2014. Námskeiðið gengur út á að bjóða foreldrum sem eiga börn undir 18 ára aldri rafrænt námskeið sem kennir þeim að styðja börnin í gegnum skilnaðinn. Úr ástarsambandi yfir í samstarf „Svo er verið að bjóða þessum foreldrum viðtöl hjá félagsþjónustu sveitafélaga og hugsanlega námskeið hjá félagsþjónustunni líka. Það er verið að dæla inn allskonar efni til þess að hjálpa börnunum,“ segir Gyða. Skilaboðin eru þau að það sé verið að vinna að samstarfi foreldrana í þágu barna en eins og margir vita gengur stundum brösuglega hjá fólki eftir skilnað. „Foreldrar verða að átta sig á því að þau eru að breyta sínu sambandi úr ástarsambandi yfir í samstarf um börnin,“ segir Gyða. Þær segja mikilvægt að foreldrar nálgist hvort annað eins og vinnufélaga, hafi sameiginlega hagsmuni og sýni virðingu þó fólk kunni kannski ekki við hvort annað. „Þetta er kannski ekki endilega fyrir fólk sem á í mestu erfileikum, en auðvitað er tekið á því líka. Þetta á að ná til foreldra almennt og það er forvarnarhugsunin,“ segir Sigrún en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Skilnaður er oft erfiður fyrir fólk sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Í dag 1.apríl opnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra nýjan rafrænan vettvang um sérhæfða skilnaðarráðgjöf sem ber heitið samvinna eftir skilnað barnanna vegna. Um er að ræða reynsluverkefni í Hafnarfirði og Fljótsdalshéraði til að byrja með. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og hjálpar fráskildum foreldrum að takast á við lífið með börnunum eftir skilnað. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir vilja fara þessa leið Dana hér á landi og var rætt við þær í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er markmiðið að skikka foreldar á námskeið eftir skilnað. Við stefnum að því á sama hátt og Danirnir eru nú þegar búnir að setja í lög hjá sér,“ segir Sigrún en Danir hafa þróað þessa leið frá árinu 2014. Námskeiðið gengur út á að bjóða foreldrum sem eiga börn undir 18 ára aldri rafrænt námskeið sem kennir þeim að styðja börnin í gegnum skilnaðinn. Úr ástarsambandi yfir í samstarf „Svo er verið að bjóða þessum foreldrum viðtöl hjá félagsþjónustu sveitafélaga og hugsanlega námskeið hjá félagsþjónustunni líka. Það er verið að dæla inn allskonar efni til þess að hjálpa börnunum,“ segir Gyða. Skilaboðin eru þau að það sé verið að vinna að samstarfi foreldrana í þágu barna en eins og margir vita gengur stundum brösuglega hjá fólki eftir skilnað. „Foreldrar verða að átta sig á því að þau eru að breyta sínu sambandi úr ástarsambandi yfir í samstarf um börnin,“ segir Gyða. Þær segja mikilvægt að foreldrar nálgist hvort annað eins og vinnufélaga, hafi sameiginlega hagsmuni og sýni virðingu þó fólk kunni kannski ekki við hvort annað. „Þetta er kannski ekki endilega fyrir fólk sem á í mestu erfileikum, en auðvitað er tekið á því líka. Þetta á að ná til foreldra almennt og það er forvarnarhugsunin,“ segir Sigrún en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira