Vilja skikka foreldra á námskeið eftir skilnað barnanna vegna Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2020 10:29 Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir fara af stað með nýtt reynsluverkefni. Skilnaður er oft erfiður fyrir fólk sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Í dag 1.apríl opnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra nýjan rafrænan vettvang um sérhæfða skilnaðarráðgjöf sem ber heitið samvinna eftir skilnað barnanna vegna. Um er að ræða reynsluverkefni í Hafnarfirði og Fljótsdalshéraði til að byrja með. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og hjálpar fráskildum foreldrum að takast á við lífið með börnunum eftir skilnað. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir vilja fara þessa leið Dana hér á landi og var rætt við þær í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er markmiðið að skikka foreldar á námskeið eftir skilnað. Við stefnum að því á sama hátt og Danirnir eru nú þegar búnir að setja í lög hjá sér,“ segir Sigrún en Danir hafa þróað þessa leið frá árinu 2014. Námskeiðið gengur út á að bjóða foreldrum sem eiga börn undir 18 ára aldri rafrænt námskeið sem kennir þeim að styðja börnin í gegnum skilnaðinn. Úr ástarsambandi yfir í samstarf „Svo er verið að bjóða þessum foreldrum viðtöl hjá félagsþjónustu sveitafélaga og hugsanlega námskeið hjá félagsþjónustunni líka. Það er verið að dæla inn allskonar efni til þess að hjálpa börnunum,“ segir Gyða. Skilaboðin eru þau að það sé verið að vinna að samstarfi foreldrana í þágu barna en eins og margir vita gengur stundum brösuglega hjá fólki eftir skilnað. „Foreldrar verða að átta sig á því að þau eru að breyta sínu sambandi úr ástarsambandi yfir í samstarf um börnin,“ segir Gyða. Þær segja mikilvægt að foreldrar nálgist hvort annað eins og vinnufélaga, hafi sameiginlega hagsmuni og sýni virðingu þó fólk kunni kannski ekki við hvort annað. „Þetta er kannski ekki endilega fyrir fólk sem á í mestu erfileikum, en auðvitað er tekið á því líka. Þetta á að ná til foreldra almennt og það er forvarnarhugsunin,“ segir Sigrún en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Skilnaður er oft erfiður fyrir fólk sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Í dag 1.apríl opnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra nýjan rafrænan vettvang um sérhæfða skilnaðarráðgjöf sem ber heitið samvinna eftir skilnað barnanna vegna. Um er að ræða reynsluverkefni í Hafnarfirði og Fljótsdalshéraði til að byrja með. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og hjálpar fráskildum foreldrum að takast á við lífið með börnunum eftir skilnað. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir vilja fara þessa leið Dana hér á landi og var rætt við þær í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er markmiðið að skikka foreldar á námskeið eftir skilnað. Við stefnum að því á sama hátt og Danirnir eru nú þegar búnir að setja í lög hjá sér,“ segir Sigrún en Danir hafa þróað þessa leið frá árinu 2014. Námskeiðið gengur út á að bjóða foreldrum sem eiga börn undir 18 ára aldri rafrænt námskeið sem kennir þeim að styðja börnin í gegnum skilnaðinn. Úr ástarsambandi yfir í samstarf „Svo er verið að bjóða þessum foreldrum viðtöl hjá félagsþjónustu sveitafélaga og hugsanlega námskeið hjá félagsþjónustunni líka. Það er verið að dæla inn allskonar efni til þess að hjálpa börnunum,“ segir Gyða. Skilaboðin eru þau að það sé verið að vinna að samstarfi foreldrana í þágu barna en eins og margir vita gengur stundum brösuglega hjá fólki eftir skilnað. „Foreldrar verða að átta sig á því að þau eru að breyta sínu sambandi úr ástarsambandi yfir í samstarf um börnin,“ segir Gyða. Þær segja mikilvægt að foreldrar nálgist hvort annað eins og vinnufélaga, hafi sameiginlega hagsmuni og sýni virðingu þó fólk kunni kannski ekki við hvort annað. „Þetta er kannski ekki endilega fyrir fólk sem á í mestu erfileikum, en auðvitað er tekið á því líka. Þetta á að ná til foreldra almennt og það er forvarnarhugsunin,“ segir Sigrún en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira