Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2019 09:03 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. Fimm dómarar dæmdu honum í hag en tveir skiluðu sératkvæði.Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dómurinn er harðorður í garð ráðherra. Þar segir að Sigríður hafi við skipan þeirra fjögurra sem hæfisnefndin mat ekki meðal þeirra hæfustu sýnt algjört tillitsleysi varðandi þær reglur sem við áttu. Ferlið hafi því gengið gegn kjarna þeirrar grundvallarreglu að skipan réttarins verður að grundvallast á lögum, sem er ein af grundvallarreglum réttarríkisins. Mannréttindadómstóllinn segir jafnframt að önnur niðurstaða en sú sem dómstóllinn komst að hefði gert grein 6.1, sem snýr að rétti einstaklings til réttlátrar málsmeðferðar, meiningarlausa. Dómstóllinn dæmdi ríkið til að greiða honum 15 þúsund evrur í málskostnað vegna málsins, jafnvirði rúmlega tveggja milljóna króna. Maðurinn, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til MDE því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti þannig að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður mannsins, skaut málinu strax til MDE. Einsdæmi er að mál fái jafn skjóta meðferð hjá dómstólnum. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Arnfríður var ein þeirra fjögurra dómara af fimmtán sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði við Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði brotið stjórnsýslulög þar sem Sigríður gerði ekki rannsókn á hæfni þeirra umsækjenda sem hún tók fram yfir þá sem hæfnisnefnd gerði tillögu um. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Formaður Dómarafélagsins segir afskipti pólskra stjórnvalda af hæstarétti landsins vekja óheppileg hugrenningatengsl við Ísland.Stjórnvöld verði að axla ábyrgð ef áfellisdómur fellur hjá Mannréttindadómstólnum vegna ólögmætrar skipanar dómara við Landsrétt. Orðspor dómskerfisins á Íslandi sé í húfi. 11. júlí 2018 07:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. Fimm dómarar dæmdu honum í hag en tveir skiluðu sératkvæði.Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dómurinn er harðorður í garð ráðherra. Þar segir að Sigríður hafi við skipan þeirra fjögurra sem hæfisnefndin mat ekki meðal þeirra hæfustu sýnt algjört tillitsleysi varðandi þær reglur sem við áttu. Ferlið hafi því gengið gegn kjarna þeirrar grundvallarreglu að skipan réttarins verður að grundvallast á lögum, sem er ein af grundvallarreglum réttarríkisins. Mannréttindadómstóllinn segir jafnframt að önnur niðurstaða en sú sem dómstóllinn komst að hefði gert grein 6.1, sem snýr að rétti einstaklings til réttlátrar málsmeðferðar, meiningarlausa. Dómstóllinn dæmdi ríkið til að greiða honum 15 þúsund evrur í málskostnað vegna málsins, jafnvirði rúmlega tveggja milljóna króna. Maðurinn, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til MDE því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti þannig að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður mannsins, skaut málinu strax til MDE. Einsdæmi er að mál fái jafn skjóta meðferð hjá dómstólnum. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Arnfríður var ein þeirra fjögurra dómara af fimmtán sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði við Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði brotið stjórnsýslulög þar sem Sigríður gerði ekki rannsókn á hæfni þeirra umsækjenda sem hún tók fram yfir þá sem hæfnisnefnd gerði tillögu um. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Formaður Dómarafélagsins segir afskipti pólskra stjórnvalda af hæstarétti landsins vekja óheppileg hugrenningatengsl við Ísland.Stjórnvöld verði að axla ábyrgð ef áfellisdómur fellur hjá Mannréttindadómstólnum vegna ólögmætrar skipanar dómara við Landsrétt. Orðspor dómskerfisins á Íslandi sé í húfi. 11. júlí 2018 07:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Formaður Dómarafélagsins segir afskipti pólskra stjórnvalda af hæstarétti landsins vekja óheppileg hugrenningatengsl við Ísland.Stjórnvöld verði að axla ábyrgð ef áfellisdómur fellur hjá Mannréttindadómstólnum vegna ólögmætrar skipanar dómara við Landsrétt. Orðspor dómskerfisins á Íslandi sé í húfi. 11. júlí 2018 07:00