Tónlist

Bein útsending: Tumi Árnason og Magnús T. Eliassen í TÓMAMENGI

Sylvía Hall skrifar
Tumi Árnason og Magnús T. Eliassen.
Tumi Árnason og Magnús T. Eliassen. Aðsend

Tumi Árnason & Magnús T. Eliassen koma fram í TÓMAMENGI í kvöld kl. 20.00 

Tumi Árnason er saxófónleikari úr Þingholtunum. Hann hefur veitt fjölbreyttum hópi tónlistarfólks liðsinni undanfarin ár. Hann er stofnmeðlimur hljómsveitarinnar Grísalappalísu, var partur af spunaútgáfunni Úsland Útgáfu, smíðar fyndin jólalög í Purumönnum auk þess að hafa komið fram með og hljóðritað fyrir fjölda tónlistarfólks og hljómsveita. 

Magnús Trygvason Eliassen er slagverksleikari frá Vatnsenda og Noregi. Hann hefur meðal annars farið mikinn með hljómsveitum sínum ADHD, amiinu, Moses Hightower og Tilbury. Þess utan hefur þvílíkur aragrúi tónlistarfólks notið þjónustu hans að smíða þyrfti sennilega einhvers konar algrím til að færa það til bókar. 

Tekið verður á móti frjálsum framlögum til listamannanna. 

Hægt er að hringja í númerið 901-7111 og greiða þar með 1.000 krónur. Kass greiðslur að eigin vali í númerið 865-3644 eða á PayPal með netfanginu payment@mengi.net Hefðbundið miðaverð á tónleika í Mengi er 2.000 krónur en listamennirnir þakka kærlega fyrir öll framlög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×