Sport

Segist geta orðið Ólympíumeistari þrátt fyrir að vera farinn að nálgast fertugt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Justin Gatlin hefur unnið til fimm verðlauna á Ólympíuleikum; eitt gull, tvö silfur og tvö brons.
Justin Gatlin hefur unnið til fimm verðlauna á Ólympíuleikum; eitt gull, tvö silfur og tvö brons. vísir/getty

Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin segir að hann geti unnið gull á Ólympíuleikunum í Tókýó þótt hann verði væntanlega orðinn 39 ára þegar þeir fara fram á næsta ári. Ólympíuleikunum 

„Já, ég get unnið gullið,“ svaraði Gatlin er hann var spurður í viðtali við TMZ Sports hvort hann gæti bætt gullmedalíu í safnið á ÓL í Tókýo.

„Margir halda að tíminn vinni gegn mér en það er alrangt. Ég kem endurnærður og enn sterkari til leiks 2021. Ég verð ekki uppgefinn eftir margar keppnir 2020 og það verður ekki svo mikill munur á því að vera 38 og 39 ára.“

Gatlin, sem verður 39 ára 10. febrúar á næsta ári, á eina gullmedalíu frá ÓL í safninu. Hann varð Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi í Aþenu 2004. Usain Bolt vann svo 100 metra hlaupið á þrennum Ólympíul eikum í röð (2008, 2012 og 2016).

Gatlin sigraði Bolt í úrslitum í 100 metra hlaupi á HM fyrir þremur árum. Það var síðasta hlaup Bolts á ferlinum. Gatlin varð einnig heimsmeistari í 100 og 200 metra hlaupi 2005. Þá vann hann gull í 4x100 metra boðhlaupi á HM í fyrra.

Bandaríski spretthlauparinn er umdeildur en hann tók út keppnisbann á árunum 2006-10 vegna notkunar ólöglegra lyfja. Púað var á Gatlin þegar hann varð heimsmeistari 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×