Sport

Sportið í dag: Finnur Freyr, nýr þjálfari ÍR og flottasti klefi landsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli stýra Sportinu í dag.
Henry Birgir og Kjartan Atli stýra Sportinu í dag. vísir/vilhelm

Það verður nóg um að vera í Sportinu í dag. Þátturinn hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Finnur Freyr Stefánsson mætir í settið og ræðir allt sem tengist körfuboltanum. 

Nýráðinn þjálfari karlaliðs ÍR í handbolta, Kristinn Björgúlfsson, verður í viðtali og sömuleiðis verður tekið hús á Fali Harðarsyni sem er að fara að hætta með karlalið Fjölnis í körfubolta. 

Einnig var líklega flottasti búningsklefi landsins skoðaður og svo verður hitað upp fyrir Domino's Körfuboltakvöld þar sem nostalgían mun ráða ríkjum.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×