Sport

Fim­leika­fé­lagið: Lennon með Atla í golf­kennslu og ný­liða­vígslan „opnaði nýjar víddir af sárs­auka“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ungu drengirnir lentu í basli með nýliðavígsluna.
Ungu drengirnir lentu í basli með nýliðavígsluna.

FH-ingar hafa undanfarin tímabil gefið út seríur af þætti sem ber nafnið Fimleikafélagið. Nú er komið að seríu númer þrjú en fyrsti þátturinn er birtur fyrst hér á Vísi.

Í þættinum er liði FH meðal annars fylgt eftir í Flórída þar sem liðið var í æfingaferð á dögunum. Liðið spilaði þar tvo leiki og æfði við bestu aðstæður í IMG-akademíunni en NFL-lið hafa meðal annars æft á svæðinu.

Meðal annars var fylgst með Steven Lennon fara yfir púttin með Atla Guðnasyni en Lennon var greinilega mikið að æfa sveifluna í Flórída þar sem hann var einnig að æfa vippurnar inn í herbergi.

Nýlíðavígslan þetta árið var að borða heitustu kjúklingavængina á staðnum þar sem liðið skellti sér í minigolf. Það féll í skaut þeirra Jóhanns Ægis Arnarssonar, Róberts Thors Valdimarssonar og Loga Hrafns Róbertssonar. Það má segja að vígslan hafi tekið á.

Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.

Klippa: Fimleikafélagið: 1. þáttur í seríu þrjú


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.