Sport

Fim­leika­fé­lagið: Lennon með Atla í golf­kennslu og ný­liða­vígslan „opnaði nýjar víddir af sárs­auka“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ungu drengirnir lentu í basli með nýliðavígsluna.
Ungu drengirnir lentu í basli með nýliðavígsluna.

FH-ingar hafa undanfarin tímabil gefið út seríur af þætti sem ber nafnið Fimleikafélagið. Nú er komið að seríu númer þrjú en fyrsti þátturinn er birtur fyrst hér á Vísi.

Í þættinum er liði FH meðal annars fylgt eftir í Flórída þar sem liðið var í æfingaferð á dögunum. Liðið spilaði þar tvo leiki og æfði við bestu aðstæður í IMG-akademíunni en NFL-lið hafa meðal annars æft á svæðinu.

Meðal annars var fylgst með Steven Lennon fara yfir púttin með Atla Guðnasyni en Lennon var greinilega mikið að æfa sveifluna í Flórída þar sem hann var einnig að æfa vippurnar inn í herbergi.

Nýlíðavígslan þetta árið var að borða heitustu kjúklingavængina á staðnum þar sem liðið skellti sér í minigolf. Það féll í skaut þeirra Jóhanns Ægis Arnarssonar, Róberts Thors Valdimarssonar og Loga Hrafns Róbertssonar. Það má segja að vígslan hafi tekið á.

Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.

Klippa: Fimleikafélagið: 1. þáttur í seríu þrjú



Fleiri fréttir

Sjá meira


×