Menning

Bein út­sending: Heima­helgi­stund í Laugar­nes­kirkju

Tinni Sveinsson skrifar
Séra Davíð Þór Jónsson leiðir heimahelgistundina úr Laugarneskirkju í dag. Næstu sunnudaga verða einnig heimahelgistundir í beinni útsendingu úr Lindakirkju í Kópavogi og Vídalínskirkju í Garðabæ.
Séra Davíð Þór Jónsson leiðir heimahelgistundina úr Laugarneskirkju í dag. Næstu sunnudaga verða einnig heimahelgistundir í beinni útsendingu úr Lindakirkju í Kópavogi og Vídalínskirkju í Garðabæ. Vísir/Vilhelm

Í dag klukkan 17 verður heimahelgistund streymt heim til landsmanna frá Laugarneskirkju.

Eins og svo margt annað fellur allt messuhald og fermingar í Þjóðkirkjunni niður í vor vegna samkomubannsins og faraldurs kórónuveiru.

Á meðan á þessu stendur ætlar kirkjan að koma til heimila þess fólks sem getur ekki heimsótt hana og er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu hér á Vísi.

„Meðan samkomubann ríkir viljum við færa þjóðkirkjuna og hennar starf heim í stofu. Fólk getur átt þá hugleiðslu, bæn og kyrrð sem það annars myndi eiga í kirkjunni, heima hjá sér. Kirkjan hefur miklar skyldur gagnvart þjóðinni og þetta er ein leiðin til þess að uppfylla þær. Þrjár kirkjur ríða á vaðið, Laugarneskirkja, þá Lindakirkja og svo Vídalínskirkja, framhaldið spilum við svo eftir eyranu eftir því hvernig málin þróast,“ segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Formið á helgistundunum svipar til messu, með hugvekju, bæn og tónlist, en er þó knappara, eða 25 til 30 mínútur.

Sr. Davíð Þór Jónsson leiðir stundina. Elísabet Þórðardóttir leikur á orgel og María Jónsdóttir syngur.

Næsta sunnudag verður heimahelgistund streymt frá Lindakirkju í Kópavogi og svo viku síðar frá Vídalinskirkju í Garðabæ. Einnig verður hægt að horfa á þær hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×