„Mín súrasta stund á ferlinum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. mars 2020 17:00 vísir/getty Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH til margra ára, segir að sín súrasta stund á ferlinum hafi verið úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni sem tapaðist í uppbótartíma. Leikurinn var gerður upp á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportið í kvöld en Ríkharð Óskar Guðnason fékk þá Davíð Þór Viðarsson og Veigar Pál Gunnarsson í settið til sín. „Þetta er mín súrasta stund á ferlinum og breytist ekki úr þessu,“ en Davíð lagði skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. „Að mörgu leyti var þetta samt frábær upplifun að fá taka þátt í þessum leik fyrir allar þessa áhorfendur og sérstaklega í Kaplakrika. Þú hefðir aldrei fengið þessa stemningu á Laugardalsvelli með þennan fjölda.“ „Það var frábær upplifun en auðvitað hvernig þessi leikur fór og að missa af Íslandsmeistaratitlinum það var ótrúlega súrt.“ Klippa: Sportið í kvöld: Davíð um úrslitaleikinn 2014 Veigar segir að bæði lið hafi borið mikla virðingu fyrir hvor öðru og það hafi sést í leikslok þegar liðin tókust í hendur. „Þeir gerðu það enda berum við mikla virðingu fyrir FH-ingum og þeir greinilega til okkar líka. Við skyldum bróðurlega af eftir leikinn. Það hafði ekkert með okkur að gera hvað Kristinn Jakobsson og dómararnir gera,“ sagði Veigar. „Kiddi dæmir leikinn nokkuð vel og vítaspyrnudómurinn er 50/50. Það er hægt að dæma á þetta eða ekki og rangstöðumarkið er ekki Kidda að kenna svo hann dæmir þennan leik mjög vel að mínu mati,“ bætti Veigar við áður en Davíð tók við boltanum að nýju: „Ég er algjörlega sammála því. Eins og þetta lítur út fyrir honum er þetta vítaspyrna og það er ekkert hægt að væla yfir því þótt maður hafi verið brjálaður í mómentinu. Þessi leikur er svo ótrúlega frægur útaf ákvörðunum og það er sorglegt að ákveðnu leyti af því þetta var geggjaður leikur,“ sagði Davíð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH til margra ára, segir að sín súrasta stund á ferlinum hafi verið úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni sem tapaðist í uppbótartíma. Leikurinn var gerður upp á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportið í kvöld en Ríkharð Óskar Guðnason fékk þá Davíð Þór Viðarsson og Veigar Pál Gunnarsson í settið til sín. „Þetta er mín súrasta stund á ferlinum og breytist ekki úr þessu,“ en Davíð lagði skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. „Að mörgu leyti var þetta samt frábær upplifun að fá taka þátt í þessum leik fyrir allar þessa áhorfendur og sérstaklega í Kaplakrika. Þú hefðir aldrei fengið þessa stemningu á Laugardalsvelli með þennan fjölda.“ „Það var frábær upplifun en auðvitað hvernig þessi leikur fór og að missa af Íslandsmeistaratitlinum það var ótrúlega súrt.“ Klippa: Sportið í kvöld: Davíð um úrslitaleikinn 2014 Veigar segir að bæði lið hafi borið mikla virðingu fyrir hvor öðru og það hafi sést í leikslok þegar liðin tókust í hendur. „Þeir gerðu það enda berum við mikla virðingu fyrir FH-ingum og þeir greinilega til okkar líka. Við skyldum bróðurlega af eftir leikinn. Það hafði ekkert með okkur að gera hvað Kristinn Jakobsson og dómararnir gera,“ sagði Veigar. „Kiddi dæmir leikinn nokkuð vel og vítaspyrnudómurinn er 50/50. Það er hægt að dæma á þetta eða ekki og rangstöðumarkið er ekki Kidda að kenna svo hann dæmir þennan leik mjög vel að mínu mati,“ bætti Veigar við áður en Davíð tók við boltanum að nýju: „Ég er algjörlega sammála því. Eins og þetta lítur út fyrir honum er þetta vítaspyrna og það er ekkert hægt að væla yfir því þótt maður hafi verið brjálaður í mómentinu. Þessi leikur er svo ótrúlega frægur útaf ákvörðunum og það er sorglegt að ákveðnu leyti af því þetta var geggjaður leikur,“ sagði Davíð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sjá meira