Rúnar: Dreifðum vel úr okkur og pössuðum okkur að vera ekki nálægt hvor öðrum Anton Ingi Leifsson skrifar 19. mars 2020 12:15 s2s/skjáskot Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að Íslandsmeistararnir séu ekki hættir að æfa saman vegna samkomubannsins sem nú ríkir á Íslandi en liðið æfir í minni hópum; sex til sjö leikmenn saman og mikil áhersla sé lögð á líkamlega þáttinn. Rúnar var gestur Guðmundar Benediktssonar í Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en farið var um víðan völl í viðtalinu. Fyrst var rætt um samkomubannið og áhrif þess á fótboltann á Íslandi. „Þetta breytir öllum okkar undirbúningi og setur allt úr skorðum. Þjálfarar skipuleggja sig með það að leiðarljósi að vera klárir í fyrsta leik. Við áttum leik 13. apríl og svo 22. apríl í Pepsi-Max og lokamarkmiðið var að vera klárir á þeim tímapunkti,“ sagði Rúnar og hélt áfram: „Þetta breytist allt núna og við vitum ekki hvenær Íslandsmótið hefst. Við þurfum að breyta því hvernig við æfum og bíða og sjá hvenær þessu banni getur verið aflétt svo við getum allir farið að æfa saman. Þetta eru mjög erfiðir tímar og erfitt að skipuleggja sig.“ Klippa: Rúnar um æfingar KR í samkomubanninu „Við verðum að hlýða því sem er sagt og passa upp á samfélagið okkar. Það er það dýrmætasta í stöðunni í dag og við finnum alltaf út úr þessu þegar nær dregur.“ Rúnar segir að KR-ingar séu ekki hættir að æfa heldur æfa þeir í litlum hópum og sé mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Við prófuðum okkur áfram í vikunni. Við vorum með sex leikmenn á æfingu á fullum fótboltavelli. Við dreifðum vel úr okkur og pössuðum okkur að vera ekki nálægt hvor öðrum. Við eyddum klukkutíma í að sparka löngum sendingum á milli og fá að snerta boltann.“ „Aðaláherslan var lögð á hlaup. Spretti og lengri hlaup og þessa úthaldsþjálfun sem við þurfum að sinna núna. Sú æfing hófst hálf níu að morgni og búinn hálf tíu. Svo kom næsti hópur klukkan tólf og svo sá Bjarni Guðjónsson um æfingu sem hófst klukkan fimm. Við skiptumst þessu niður á þrjár æfingar sama daginn. Við reyndum að fá það besta út úr æfingunni.“ Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að Íslandsmeistararnir séu ekki hættir að æfa saman vegna samkomubannsins sem nú ríkir á Íslandi en liðið æfir í minni hópum; sex til sjö leikmenn saman og mikil áhersla sé lögð á líkamlega þáttinn. Rúnar var gestur Guðmundar Benediktssonar í Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en farið var um víðan völl í viðtalinu. Fyrst var rætt um samkomubannið og áhrif þess á fótboltann á Íslandi. „Þetta breytir öllum okkar undirbúningi og setur allt úr skorðum. Þjálfarar skipuleggja sig með það að leiðarljósi að vera klárir í fyrsta leik. Við áttum leik 13. apríl og svo 22. apríl í Pepsi-Max og lokamarkmiðið var að vera klárir á þeim tímapunkti,“ sagði Rúnar og hélt áfram: „Þetta breytist allt núna og við vitum ekki hvenær Íslandsmótið hefst. Við þurfum að breyta því hvernig við æfum og bíða og sjá hvenær þessu banni getur verið aflétt svo við getum allir farið að æfa saman. Þetta eru mjög erfiðir tímar og erfitt að skipuleggja sig.“ Klippa: Rúnar um æfingar KR í samkomubanninu „Við verðum að hlýða því sem er sagt og passa upp á samfélagið okkar. Það er það dýrmætasta í stöðunni í dag og við finnum alltaf út úr þessu þegar nær dregur.“ Rúnar segir að KR-ingar séu ekki hættir að æfa heldur æfa þeir í litlum hópum og sé mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Við prófuðum okkur áfram í vikunni. Við vorum með sex leikmenn á æfingu á fullum fótboltavelli. Við dreifðum vel úr okkur og pössuðum okkur að vera ekki nálægt hvor öðrum. Við eyddum klukkutíma í að sparka löngum sendingum á milli og fá að snerta boltann.“ „Aðaláherslan var lögð á hlaup. Spretti og lengri hlaup og þessa úthaldsþjálfun sem við þurfum að sinna núna. Sú æfing hófst hálf níu að morgni og búinn hálf tíu. Svo kom næsti hópur klukkan tólf og svo sá Bjarni Guðjónsson um æfingu sem hófst klukkan fimm. Við skiptumst þessu niður á þrjár æfingar sama daginn. Við reyndum að fá það besta út úr æfingunni.“
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Sjá meira