Hafa áhyggjur af fólkinu í neyðarskýlunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. mars 2020 21:00 Gistiskýlið á Lindargötu. Stöð 2 Deildarstjóri hjá veðferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af húsnæðislausu fólki sem nýtir neyðarskýli borgarinnar, vegna kórónuveirunnar. Sjö manns eru skilgreindir íáhættuhópi og er hluti hópsins langveikt fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Rúmlega þrjátíu manns, sem eru húsnæðislausir, nýta neyðarskýlin sem starfrækt eru í Reykjavík. Um er að ræða gistiskýlið á Lindargötu, Konukot og neyðarskýlið úti á Granda fyrir unga karlmenn. Vegna kórónuveirunnar verður opið allan sólarhringinn í Konukoti og gistiskýlinu á Lindargötu fyrir þá sem eru í áhættuhópi en venjulega er lokað á milli tíu og fimm á daginn. „Eins og staðan er núna erum við með sjö manns á Lindargötu sem eru í áhættuhóp og fjórir af þeim eru með miklar hjúkrunarþarfir og eru langveikir,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún segist hafa miklar áhyggjur af þessum hópi sem er einnig með alvarlegan vímuefnavanda. Þeir hafi hingað til ekki fengið húsnæði með hjúkrunarþjónustu sem hentar þeirra þörfum, en ef þeir sýkist af veirunni sé gríðarlega mikilvægt að þeir fái innlögn á sjúkrastofnun með skaðaminnkandi þjónustu. Þá séu einangrunarherbergi að verða klár fyrir aðra sem gætu smitast og hjúkrunarfræðingur í skýlinu meti aðstæður frá degi til dags. Enginn er skilgreindur í áhættuhópi í neyðarskýlinu úti á Granda þar sem tólf til fimmtán manns dvelja hverja nótt. Unnið er að því að finna nýtt húsnæði ef upp kemur smit. Í konukoti eru tvær til þrjár konur taldar vera í áhættuhópi en staðan er endurmetin daglega. „Við óskuðum efir aukafjármagni, þannig að þær gætu haft sólarhrings opnun líka," segir Hrafnhildur og bætir við að starfsmenn hvetji nú fólkið til að halda sig að mestu innandyra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Félagsmál Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Deildarstjóri hjá veðferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af húsnæðislausu fólki sem nýtir neyðarskýli borgarinnar, vegna kórónuveirunnar. Sjö manns eru skilgreindir íáhættuhópi og er hluti hópsins langveikt fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Rúmlega þrjátíu manns, sem eru húsnæðislausir, nýta neyðarskýlin sem starfrækt eru í Reykjavík. Um er að ræða gistiskýlið á Lindargötu, Konukot og neyðarskýlið úti á Granda fyrir unga karlmenn. Vegna kórónuveirunnar verður opið allan sólarhringinn í Konukoti og gistiskýlinu á Lindargötu fyrir þá sem eru í áhættuhópi en venjulega er lokað á milli tíu og fimm á daginn. „Eins og staðan er núna erum við með sjö manns á Lindargötu sem eru í áhættuhóp og fjórir af þeim eru með miklar hjúkrunarþarfir og eru langveikir,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún segist hafa miklar áhyggjur af þessum hópi sem er einnig með alvarlegan vímuefnavanda. Þeir hafi hingað til ekki fengið húsnæði með hjúkrunarþjónustu sem hentar þeirra þörfum, en ef þeir sýkist af veirunni sé gríðarlega mikilvægt að þeir fái innlögn á sjúkrastofnun með skaðaminnkandi þjónustu. Þá séu einangrunarherbergi að verða klár fyrir aðra sem gætu smitast og hjúkrunarfræðingur í skýlinu meti aðstæður frá degi til dags. Enginn er skilgreindur í áhættuhópi í neyðarskýlinu úti á Granda þar sem tólf til fimmtán manns dvelja hverja nótt. Unnið er að því að finna nýtt húsnæði ef upp kemur smit. Í konukoti eru tvær til þrjár konur taldar vera í áhættuhópi en staðan er endurmetin daglega. „Við óskuðum efir aukafjármagni, þannig að þær gætu haft sólarhrings opnun líka," segir Hrafnhildur og bætir við að starfsmenn hvetji nú fólkið til að halda sig að mestu innandyra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Félagsmál Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira