Sport

Dag­skráin í dag: Lið ára­tugarins, HM í pílu, spænski körfu­boltinn, NFL og NBA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Clippers og Mavericks mætast í kvöld.
Clippers og Mavericks mætast í kvöld. Ashley Landis-Pool/Getty Images

Það er að venju nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag.

Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í Pepsi Max deild karla fyrir árin 2010-2020. Í þætti dagsins verða þeir fimmti og sjötti teknir inn í lið áratugarins. Hefst þátturinn klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport í kvöld.

Stöð 2 Sport 2

Við hefjum leikinn á Spáni en Iberostar Tenerife tekur á móti Hauki Helga Pálssyni og félögum í MoraBanc Andorra klukkan 13.05. Að þeim leik loknum er komið að Tryggva Snæ Hlinasyni og félögum í Casademont Zaragoza en þeir taka á móti TD Systems Baskonia.

Klukkan 21.20 færum við okkur svo til Bandaríkjanna þar sem Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles mætast í NFL-deildinni.

Stöð 2 Sport 3

HM í pílu heldur áfram klukkan 12.00 og er útsendingin til ... Við hefjum svo aftur leik klukkan 18.00.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.35 er komið að Martin Hermannssyni og samherjum í Valencia að leika listir sínir í spænska körfuboltanum. Mæta þeir Acunsa GBC.

Klukkan 20.30 er svo stórleikur LA Clippers og Dallas Mavericks á dagskrá í NBA-deildinni en Dallas tapaði stórt fyrir LA Lakers í síðustu umferð.

Dagskráin í dag.

Framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×