Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. desember 2020 16:17 Jenný, sextán ára, og Hrafnkell, þrettán ára, stóðu vaktina í Hjálpræðishernum í dag. Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. „Mömmu finnst stress að eyða pening og þannig, þannig að við ferðumst í staðinn en útaf Covid þá getum við það ekki, þannig að við ákváðum bara að koma hingað,” segir Jenný. Þau hafa ferðast víða en Spánn og Svíþjóð standa upp úr hjá þeim. Þau segjast miklu frekar vilja ferðast en að halda jólin. „Við fáum alveg einhverja pakka frá frænku og frænda og ömmu og afa,” segir Jenný. „Við eigum líka bæði afmæli í desember,” bætir Hrafnkell við, en hann varð þrettán ára í gær. „Þetta er ekkert mikill munur, nema bara að það er ekki jólamatur eða jólatré heima,” segir Jenný. Vinir þeirra sýna jólaleysi þeirra skilning, þó einhverjum þyki það skrítið. „Ég er kölluð svona jólahatari, eða Grinch, því mér finnst jólin ekkert það skemmtileg. Þetta er bara ekkert mikið mál hjá okkur. Þeim finnst þetta frekar skrítið en eru ekkert á móti því, þau skilja þetta alveg,” segir Jenný. Vinir Hrafnkels kippa sér minna upp við þetta. „Þeim er alveg sama,” segir hann. Systkinin stóðu vaktina í Hjálpræðishernum í dag og ætla að enda daginn á sýrlenska veitingastaðnum Mandi. Þau taka bæði fram að þeim þyki ánægjulegt að hafa getað gert gagn í dag og ætla að halda áfram sjálfboðaliðastörfum. Fréttastofa leit við í Hjálpræðishernum í dag en þar voru hátt í þrjú hundruð manns. Rætt er við Hannes Bjarnason, kaptein Hjálpræðishersins, í spilaranum hér fyrir neðan. Jól Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
„Mömmu finnst stress að eyða pening og þannig, þannig að við ferðumst í staðinn en útaf Covid þá getum við það ekki, þannig að við ákváðum bara að koma hingað,” segir Jenný. Þau hafa ferðast víða en Spánn og Svíþjóð standa upp úr hjá þeim. Þau segjast miklu frekar vilja ferðast en að halda jólin. „Við fáum alveg einhverja pakka frá frænku og frænda og ömmu og afa,” segir Jenný. „Við eigum líka bæði afmæli í desember,” bætir Hrafnkell við, en hann varð þrettán ára í gær. „Þetta er ekkert mikill munur, nema bara að það er ekki jólamatur eða jólatré heima,” segir Jenný. Vinir þeirra sýna jólaleysi þeirra skilning, þó einhverjum þyki það skrítið. „Ég er kölluð svona jólahatari, eða Grinch, því mér finnst jólin ekkert það skemmtileg. Þetta er bara ekkert mikið mál hjá okkur. Þeim finnst þetta frekar skrítið en eru ekkert á móti því, þau skilja þetta alveg,” segir Jenný. Vinir Hrafnkels kippa sér minna upp við þetta. „Þeim er alveg sama,” segir hann. Systkinin stóðu vaktina í Hjálpræðishernum í dag og ætla að enda daginn á sýrlenska veitingastaðnum Mandi. Þau taka bæði fram að þeim þyki ánægjulegt að hafa getað gert gagn í dag og ætla að halda áfram sjálfboðaliðastörfum. Fréttastofa leit við í Hjálpræðishernum í dag en þar voru hátt í þrjú hundruð manns. Rætt er við Hannes Bjarnason, kaptein Hjálpræðishersins, í spilaranum hér fyrir neðan.
Jól Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira