Svona gerir maður fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi Stefán Árni Pálsson skrifar 23. desember 2020 12:31 Anna Björk er með jafninginn á hreinu. Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin. Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í lokaþættinum fer Anna Björk yfir það hvernig maður reiðir fram fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi. Klippa: Svona gerir maður fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi Kartöflur í hvítum jafningi Fyrir 4-5 1 kg. rauðar kartöflur, skornar í 2-4 bita, ef þær eru stórar 70 gr. smjör 70 gr. hveiti 7 ½ dl mjólk (ekki léttmjólk) 1 - 1 ½ dl vatn ½ tsk. salt 3 tsk. sykur ¼ tsk. hvítur pipar Rifin múskathneta Kartöflurnar eru, þvegnar, soðnar og skrældar. Smjörið er brætt á lágum hita í meðalstórum potti. Hveitinu er hellt út í smjörið og hrært stöðugt í á meðan, með písk. Smjörbollan er látin sjóða í smástund á lágum hita. Þriðjungi af mjólkinni er hellt út í pottinn og hrært stöðugt í á meðan, svo hveitið jafnist vel út, restinni af mjólkinni er hellt varlega út í og þeytt vel í pottinum á meðan. Suðan er látin koma upp, hrært í reglulega á meðan, til að passa að jafningurinn þykkni ekki of hratt og verði kekkjóttur. 1 dl af vatni er síðan hrært út í hann til að þynna hann aðeins, hugsanlega svolítið meira, ef þú vilt hafa hann þynnri. Kryddað með salti, sykri og pipar, síðan er smávegis af múskathnetunni rifin á fínu rifjárni yfir jafninginn og hrært vel í og smakkað til með meira kryddi og vatni eftir smekk. Kartöflunum er bætt út í og hitað að suðu og hrært í við og við á meðan. Borinn á borð með hangikjöti, rauðkáli og grænum baunum. Það er hægt að búa jafninginn til nokkru áður en á að bera hann á borð, en þá er hann hitaður á lágum hita og ágætt að smakka hann til með kryddi og vatni eða mjólk. Uppskriftir Jól Matur Lífið er ljúffengt Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í lokaþættinum fer Anna Björk yfir það hvernig maður reiðir fram fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi. Klippa: Svona gerir maður fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi Kartöflur í hvítum jafningi Fyrir 4-5 1 kg. rauðar kartöflur, skornar í 2-4 bita, ef þær eru stórar 70 gr. smjör 70 gr. hveiti 7 ½ dl mjólk (ekki léttmjólk) 1 - 1 ½ dl vatn ½ tsk. salt 3 tsk. sykur ¼ tsk. hvítur pipar Rifin múskathneta Kartöflurnar eru, þvegnar, soðnar og skrældar. Smjörið er brætt á lágum hita í meðalstórum potti. Hveitinu er hellt út í smjörið og hrært stöðugt í á meðan, með písk. Smjörbollan er látin sjóða í smástund á lágum hita. Þriðjungi af mjólkinni er hellt út í pottinn og hrært stöðugt í á meðan, svo hveitið jafnist vel út, restinni af mjólkinni er hellt varlega út í og þeytt vel í pottinum á meðan. Suðan er látin koma upp, hrært í reglulega á meðan, til að passa að jafningurinn þykkni ekki of hratt og verði kekkjóttur. 1 dl af vatni er síðan hrært út í hann til að þynna hann aðeins, hugsanlega svolítið meira, ef þú vilt hafa hann þynnri. Kryddað með salti, sykri og pipar, síðan er smávegis af múskathnetunni rifin á fínu rifjárni yfir jafninginn og hrært vel í og smakkað til með meira kryddi og vatni eftir smekk. Kartöflunum er bætt út í og hitað að suðu og hrært í við og við á meðan. Borinn á borð með hangikjöti, rauðkáli og grænum baunum. Það er hægt að búa jafninginn til nokkru áður en á að bera hann á borð, en þá er hann hitaður á lágum hita og ágætt að smakka hann til með kryddi og vatni eða mjólk.
Uppskriftir Jól Matur Lífið er ljúffengt Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira