Lífið samstarf

Sigurjón og Jón tendra risakastara við Perluna

Spilaborg kynnir
Undirritun samstarfssamnings um endurútgáfu Hættuspilsins fór fram í október.
Undirritun samstarfssamnings um endurútgáfu Hættuspilsins fór fram í október. Spilaborg

Tvíhöfðarnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr munu síðar í dag þegar tekur að rökkva tendra ljós á tveimur risaljóskösturum í Öskjuhlíð við Perluna.

Tilefnið er opnun á nýstárlegri útiverslun. Á staðnum verður dúndrandi tónlist og stemning. Söluvagn og sendibílar fullir af spilum frá fyrirtækinu Spilaborg sem einmitt er að endurútgefa Hættuspilið í samstarfi við þá félaga Jón og Sigurjón.

Ljósstyrkur þessara kastara verður það mikil að ljóssýningin mun sjást um alla borg og eflaust mun fólk spyrja sig hvað sé um að vera.

Hættuspilið og Útvegsspilið

Hættuspilið var fyrst gefið út af fyrirtækinu CCP í samstarfi við þá félaga árið 1998. Á þeim tíma var CCP rétt að slíta barnsskónum, en útgáfa spilsins átti stóran þátt í að fjármagn fyrstu útgáfu af tölvuleiknum Eve Online. Um ellefu þúsund eintök seldust af Hættuspilinu á sínum tíma.

Spilaborg hefur einnig endurútgefið hið gamalgróna Útvegsspil sem naut mikilla vinsælda á áttunda ártugnum.


Þessi grein er unnin í samstarfi við Spilaborg. Hægt er að kynna sér Hættuspilið og Útvegsspilið nánar og kaupa eintök á spilaborg.is.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.