Fótbolti

Markaleikur hjá AZ en enginn Albert

Anton Ingi Leifsson skrifar
KR-ingurinn í leik með AZ fyrr á leiktíðinni.
KR-ingurinn í leik með AZ fyrr á leiktíðinni. Ed van de Pol/Soccrates/Getty Images

Albert Guðmundsson var ekki í leikmannahópi AZ Alkmaar er liðið vann 5-3 sigur á Willum II í hollenska boltanum í dag.

Fyrir helgi greindi Vísir frá því að Albert hefði ekki æft með liðinu í aðdraganda leiksins og í dag var hann svo ekki í hópnum.

AZ vann 5-3 sigur í en Pascal Jansen tók við liðinu af Arne Slot sem var rekinn á dögunum. Albert hefur ekki leikið undir hans stjórn í hollenska boltanum.

AZ er í sjöunda sæti deildarinnar með tuttugu stig en Willem er í sextánda sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.