Fótbolti

Sveindís á leið til Wolfsburg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sveindís Jane í leiknum gegn Svíþjóð á Laugardalsvelli í undankeppni EM.
Sveindís Jane í leiknum gegn Svíþjóð á Laugardalsvelli í undankeppni EM. vísir/vilhelm

Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Keflavíkur, er á leið til þýska stórliðsins Wolfsburg. 

Morgunblaðið greinir frá en Sveindís Jane hefur vakið mikla athygli margra stórliða eftir frammistöðu sína bæði með íslenska kvennalandsliðinu í undankeppni EM sem og í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks.

Sveindís var lánuð til Blika á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði fjórtán mörk í fimmtán leikjum í Pepsi Max deild kvenna áður en deildin var blásin af.

Hún lék sinn fyrsta landsleik í september á þessu ári og vann sér fast sæti í A-landsliðinu sem tryggði sér sæti á EM. Hún skoraði tvö mörk í fimm leikjum í haust.

Keflvíkingurinn hefur verið orðuð við mörg stórlið en ef marka má frétt Morgunblaðsins er Sveindís á leið til Þýskalands og gengur í raðir Wolfsburg.

Wolfsburg er risi í Þýskalandi, og ekki bara í Þýskalandi, heldur hefur liðið gert sig gildandi einnig í Evrópukeppnum. Tapaði liðið meðal annars fyrir Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í sumar.

Sara Björk Gunnarsdóttir var á mála hjá Wolfsburg frá 2016 til 2020 en liðið hefur unnið hvern titilinn á fætur öðrum í Þýskalandi undanfarin ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.