Menning

RAX Augnablik: „Daginn eftir varð gufusprenging í gígnum þar sem við höfðum staðið“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ragnar Axelsson segir í nýjasta þætti af RAX Augnablik sannleikann á bak við þessa mynd af Ómari Ragnarssyni, sem hann tók árið 1996.
Ragnar Axelsson segir í nýjasta þætti af RAX Augnablik sannleikann á bak við þessa mynd af Ómari Ragnarssyni, sem hann tók árið 1996. RAX

Fimm vikum eftir Gjálpargosið kom hlaupið niður. RAX var í fríi og var að spila fótbolta við sex ára son sinn þegar hann fékk símtal og var beðinn um að fara að mynda aðstæður. 

Hann var snöggur að svara játandi þegar hann fékk spurninguna:

„Ertu til í að fara í þyrlu og lenda í gígnum?“

Með RAX í þyrlunni var meðal annars Ómar Ragnarsson og í hinni þyrlunni var Ari Trusti Guðmundsson. RAX segir frá sögunum á bak við myndirnar sem hann tók í kringum þessar náttúruhamfarir, í nýjasta þættinum af RAX Augnablik.

„Ómar hafði lofað Ara Trausta því að hann fengi að lenda á undan.“

Eftir að þeir höfðu hringsólað lengi að bíða eftir Ara náði RAX að sannfæra Ómar um að þeir ættu bara að lenda á undan. RAX að fara utan á þyrluna og mynda Ómar stíga fyrsta skrefið á þennan nýja gíg og iðaði Ómar að spenningi. En þó að það augnablik hafi náðst á mynd, þá var Ómar samt ekki sá fyrsti.

„Þegar ég opna hurðina þá flækist ég í ólunum og dett út úr þyrlunni,“ segir RAX um sannleikann um það sem gerðist þennan dag.

Söguna má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Sprengigos í Gjálp er rúmar fimm mínútur að lengd.

Klippa: RAX Augnablik - Sprengigos í Gjálp

Flugvél beint fyrir framan mig

„Daginn eftir varð gufusprenging í gígnum þar sem við höfðum staðið“ segir RAX. Hlaupið kom þar niður og flaug ljósmyndarinn þá einn á flugvélinni sinni til þess að mynda hlaupið.

Flugmennirnir sem voru á vettvangi hjá hlaupinuflugu allir sama hringinn í sömu átt með góðu bili á milli sín, til að tryggja öryggi í loftinu og gefa öllum tækifæri á að ná myndefni. En þegar RAX beið eftir því að brúin myndi gefa sig svo hann gæti náð mynd af því, sá hann skyndilega dökkan skugga á flugvélinni sinni.

„Ég lít upp og það er bara flugvél beint fyrir framan mig. Ég beygi frá alveg í ofboði og missi vélina, hún þýtur aftur og lendir fyrir aftan mig og ég næ henni ekki. Þetta voru bara ungir strákar sem voru ekki alveg með á hreinu hvernig átti að fljúga þarna, þeir flugu bara vitlausu megin. Þeir brutu reglurnar bara alveg óvart og ég sá þá aldrei aftur.“

Sem betur fer fór ekki illa þegar flugvélarnar mættust í þessum aðstæðum.  RAX áttaði sig samt á því að þar sem hann var einn í vélinni, gat hann ekki náð í myndavélina til að ná fleiri myndum.  Hann ákvað því að gera það besta úr aðstæðunum. 

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þar segir RAX líka frá ástæðunni fyrir því að National Geographic hætti við að birta myndina sem hann tók þennan dag.

Áður hefur verið fjallað um þetta gos í RAX Augnablik. Í þættinum Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum, sagði RAX frá því þegar gosið var að hefjast.  Ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli voru teknar rétt áður en gosið kom upp. Hægt er að horfa á þann þátt í spilaranum hér fyrir neðan.

Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.


Tengdar fréttir

RAX Augnablik: Folaldið sem dansaði í Sandey

„Ég fer oft til Færeyja og árið 1989 fór ég í enn eina ferðina og fór út í Sandey. Ég frétti af manni þar, Jónasi Madsen, sem að spilaði á munnhörpu fyrir kindurnar sínar og hestana. Mig langaði að sjá hvernig þetta færi fram,“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.