Leicester skaut sér upp fyrir Tottenham með útisigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Vardy sá um Tottenham.
Vardy sá um Tottenham. vísir/Getty

Brendan Rodgers og lærisveinar hans gerðu góða ferð til Lundúna í dag þegar þeir heimsóttu Tottenham í toppbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni.

Liðin virtust ætla með jafna stöðu inn í leikhléið en í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði Serge Aurier sig sekan um klaufalegan varnarleik inn á vítateig Tottenham og í kjölfarið var vítaspyrna dæmd.

Jamie Vardy fór á vítapunktinn og skoraði örugglega.

Síðari hálfleikur byrjaði á því að James Maddison skoraði mark sem var svo dæmt af, af VAR, vegna rangstöðu.

Leicester náði engu að síður að tvöfalda forystuna eftir klukkutíma leik þegar Toby Alderweireld varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann reyndi að verjast skalla Vardy að marki.

Fleiri urðu mörkin ekki og lyftir Leicester sér þar með upp fyrir Tottenham og í 2.sæti deildarinnar þar sem liðið er fjórum stigum á eftir Liverpool.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.