Joshua rotaði Pulev og mætir Fury næst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 11:46 Joshua rotaði Pulev í 9. lotu og mætir Tyson Fury næst. EPA-EFE/Andrew Couldridge Hnefaleikakappinn Anthony Joshua rotaði Kubrat Pulev í nótt er þeir börðust um heimsmeistaratitilinn í þungavigt. Það þýðir að bardagi milli Joshua og Tyson Fury er næstur á dagskrá en Fury segir að hann muni rota Joshua í tveimur lotum. Breski þungavigtarkappinn Anthony Joshua varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt er hann rotaði Búlgarann Kubrat Pulev í 9. lotu. Aðeins 18 mánuðir eru síðan hinn 31 árs gamli Joshua tapaði einkar óvænt gegn Andy Ruiz Jr. en Bretinn hefur komið tvíefldur til baka. Eftir rólega byrjun í nótt þá tók Joshua völdin í 3. lotu og lét höggin dynja á hinum 39 ára gamla Pulev. Áfram héldu höggin að dynja á Búlgaranum þó hann hafi náð einn einu góði höggi hér og þar. Thanks for coming pic.twitter.com/zvDVXPNLwK— Anthony Joshua (@anthonyfjoshua) December 13, 2020 Þegar komið var fram í 9. lotu þá náði Joshua höggi sem Búlgarinn jafnaði sig ekkert af og hvíta handklæðinu var kastað inn. Að Pulev hafi staðið svo lengi var afrek út af fyrir sig. Alls fengu 1000 áhorfendur að sjá bardagann með berum augum sem fram fór í Lundúnum. Hnefaleika aðdáendur bíða nú eftir því að risabardagi milli Joshua og landa hans Tyson Fury verði staðfestur. Talið er að þeir muni mætast tvisvar árið 2021 í einhverjum áhugaverðustu þungavigtarbardögum síðari ára. Joshua á sem stendur IBF [International Boxing Federation], WBA [World Boxing Association] og WBO [World Boxing Organization] beltin á meðan Fury á WBC [World Boxing Council] beltið. .@anthonyfjoshua it s a matter of time..... I ll spank you like I did @BronzeBomber 2/3 rounds. #YOUBUMSOSER #letsgetiton pic.twitter.com/7m8A8Je0ui— TYSON FURY (@Tyson_Fury) December 12, 2020 Fury var ekki lengi að tjá sig á samfélagsmiðlinum Twitter en hann er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Klæddur vægast sagt skrautlegri jólapeysu sagði hinn 32 ára gamli Fury að hann myndi rota Joshua á innan við þremur lotum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Fury standi við stóru orðin. Box Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Breski þungavigtarkappinn Anthony Joshua varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt er hann rotaði Búlgarann Kubrat Pulev í 9. lotu. Aðeins 18 mánuðir eru síðan hinn 31 árs gamli Joshua tapaði einkar óvænt gegn Andy Ruiz Jr. en Bretinn hefur komið tvíefldur til baka. Eftir rólega byrjun í nótt þá tók Joshua völdin í 3. lotu og lét höggin dynja á hinum 39 ára gamla Pulev. Áfram héldu höggin að dynja á Búlgaranum þó hann hafi náð einn einu góði höggi hér og þar. Thanks for coming pic.twitter.com/zvDVXPNLwK— Anthony Joshua (@anthonyfjoshua) December 13, 2020 Þegar komið var fram í 9. lotu þá náði Joshua höggi sem Búlgarinn jafnaði sig ekkert af og hvíta handklæðinu var kastað inn. Að Pulev hafi staðið svo lengi var afrek út af fyrir sig. Alls fengu 1000 áhorfendur að sjá bardagann með berum augum sem fram fór í Lundúnum. Hnefaleika aðdáendur bíða nú eftir því að risabardagi milli Joshua og landa hans Tyson Fury verði staðfestur. Talið er að þeir muni mætast tvisvar árið 2021 í einhverjum áhugaverðustu þungavigtarbardögum síðari ára. Joshua á sem stendur IBF [International Boxing Federation], WBA [World Boxing Association] og WBO [World Boxing Organization] beltin á meðan Fury á WBC [World Boxing Council] beltið. .@anthonyfjoshua it s a matter of time..... I ll spank you like I did @BronzeBomber 2/3 rounds. #YOUBUMSOSER #letsgetiton pic.twitter.com/7m8A8Je0ui— TYSON FURY (@Tyson_Fury) December 12, 2020 Fury var ekki lengi að tjá sig á samfélagsmiðlinum Twitter en hann er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Klæddur vægast sagt skrautlegri jólapeysu sagði hinn 32 ára gamli Fury að hann myndi rota Joshua á innan við þremur lotum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Fury standi við stóru orðin.
Box Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira