Lífið

Ábreiða vikunnar: Guðrún Árný tekur Blinding Lights með The Weeknd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðrún Árný flutti lagið einstaklega vel. 
Guðrún Árný flutti lagið einstaklega vel. 

Guðrún Árný mætti í Magasín á FM957 og tók Blinding Lights í vikunni.

Ábreiða vikunnar er fastur liður í Magasín þar sem Brynjar Már og Erna Dís setja verkefni fyrir Guðrúnu Árný.

Að þessu sinni varð Blinding Lights með The Weeknd fyrir valinu og óhætt að segja að lagið hafi öðlast nýtt líf í hennar flutningi.

Hún mætir svo aftur til Brynjars og Ernu næsta þriðjudag og það verður spennandi að sjá hvaða lag hún tekur þá.

Flutninginn er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.