Fótbolti

PSG styrkti stöðu sína á toppnum án Neymar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á skotskónum í kvöld.
Á skotskónum í kvöld. vísir/Getty

Brasilíumaðurinn Neymar var ekki með PSG þegar liðið heimsótti Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Colin Dagba kom PSG yfir í fyrri hálfleik en Stephy Mavididi jafnaði metin fyrir heimamenn fyrir hlé.

Moise Kean kom PSG aftur í forystu á 77.mínútu og var í kjölfarið skipt af velli fyrir Kylian Mbappe.

Mbappe náði að setja mark sitt á leikinn og gulltryggði sigur gestanna með því að skora í uppbótartíma.

PSG með fjögurra stiga forskot á toppi frönsku deildarinnar en Marseille, sem situr í 2.sæti, á tvo leiki til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.