Bakvörðurinn á Bergi verður ekki ákærður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2020 13:05 Bakvörðurinn stóð vaktina á Bergi í Bolungarvík þar til athugasemdir voru gerðar við veru hennar þar. Vísir/Samúel Karl Kona sem var grunuð um að hafa villt á sér heimildir sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins verður ekki ákærð. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. Rannsókn Lögreglunnar á Vestfjörðum lauk í maí og hefur málið síðan verið á borði héraðssaksóknara. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Greint var frá því 10. apríl að kona úr bakvarðarsveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefði verið handtekin. Sú hafði starfað í nokkra daga á hjúkrunarheimilinu en hún hafði skráð sig í bakvarðasveit sem sjúkraliði. Gylfi Ólafsson, forstjóri HVE, sagði að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu um leið og það kom upp. Málið kom upp á viðkvæmum tíma enda hafði verið óskað eftir bakvörðum til starfa í Bolungarvík eftir að hópsýking kom upp á Bergi. Töldu gögnin fölsuð „Þetta er auðvitað hörmulegt atvik. Okkur fannst við vera að ná vopnum okkar en svo kemur þetta ofan í allt sem á undan er gengið. Skjölum um menntun og starfsreynslu var safnað þegar bakvarðasveitin var sett saman, en við höfum því miður ástæðu til að halda að hún hafi framvísað fölsuðum gögnum,“ er haft eftir Gylfa í tilkynningu. Konan var færð í fangageymslur á Ísafirði og var tekið úr henni sýni vegna mögulegs Covid-19 smits. Allir úr bakvarðasveitinni fóru sömuleiðis í sýnatöku en enginn greindist smitaður af Covid-19. Jón Bjarni Kristjánsson, lögmaður konunnar, sagði hana á öllum stigum skráningar í bakvarðasveitina hafa upplýst yfirboðara um menntun og reynslu. Hún hefði starfað við umönnun í áraraðir og sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“ Á eftir að ræða við bakvörðinn Konan hefði reynt að fá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum til þess að öðlast tilskilin starfsleyfi. Áður en til þess kom hafi verið óskað eftir aðstoð að vestan. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ sagði Jón Bjarni. Hann vænti þess að lögreglurannsókn myndi hreinsa hana af ávirðingunum. Jón Bjarni segist í samtali við Vísi eiga eftir að ná tali af skjólstæðingi sínum en veiti mögulega viðbrögð síðar í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um ásökun Skírnis Garðarsonar, prests, á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 12. apríl 2020 17:30 „Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. 11. apríl 2020 21:23 Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Rannsókn Lögreglunnar á Vestfjörðum lauk í maí og hefur málið síðan verið á borði héraðssaksóknara. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Greint var frá því 10. apríl að kona úr bakvarðarsveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefði verið handtekin. Sú hafði starfað í nokkra daga á hjúkrunarheimilinu en hún hafði skráð sig í bakvarðasveit sem sjúkraliði. Gylfi Ólafsson, forstjóri HVE, sagði að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu um leið og það kom upp. Málið kom upp á viðkvæmum tíma enda hafði verið óskað eftir bakvörðum til starfa í Bolungarvík eftir að hópsýking kom upp á Bergi. Töldu gögnin fölsuð „Þetta er auðvitað hörmulegt atvik. Okkur fannst við vera að ná vopnum okkar en svo kemur þetta ofan í allt sem á undan er gengið. Skjölum um menntun og starfsreynslu var safnað þegar bakvarðasveitin var sett saman, en við höfum því miður ástæðu til að halda að hún hafi framvísað fölsuðum gögnum,“ er haft eftir Gylfa í tilkynningu. Konan var færð í fangageymslur á Ísafirði og var tekið úr henni sýni vegna mögulegs Covid-19 smits. Allir úr bakvarðasveitinni fóru sömuleiðis í sýnatöku en enginn greindist smitaður af Covid-19. Jón Bjarni Kristjánsson, lögmaður konunnar, sagði hana á öllum stigum skráningar í bakvarðasveitina hafa upplýst yfirboðara um menntun og reynslu. Hún hefði starfað við umönnun í áraraðir og sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“ Á eftir að ræða við bakvörðinn Konan hefði reynt að fá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum til þess að öðlast tilskilin starfsleyfi. Áður en til þess kom hafi verið óskað eftir aðstoð að vestan. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ sagði Jón Bjarni. Hann vænti þess að lögreglurannsókn myndi hreinsa hana af ávirðingunum. Jón Bjarni segist í samtali við Vísi eiga eftir að ná tali af skjólstæðingi sínum en veiti mögulega viðbrögð síðar í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um ásökun Skírnis Garðarsonar, prests, á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 12. apríl 2020 17:30 „Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. 11. apríl 2020 21:23 Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um ásökun Skírnis Garðarsonar, prests, á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 12. apríl 2020 17:30
„Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. 11. apríl 2020 21:23
Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30