63 greind smit tengd hópsýkingunni á Hótel Rangá í sumar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 07:00 Hópsýking kom upp á Hótel Rangá á Suðurlandi í ágúst. Hótel Rangá Hópsýking kom upp á Hótel Rangá í ágúst í sumar. Tugir einstaklinga smituðust og þurfti ríkisstjórnin meðal annars að fara í skimun vegna sýkingarinnar. 63 einstaklingar sem greindust með kórónuveiruna í annarri bylgju faraldursins í sumar höfðu bein eða óbein tengsl við hópsýkingunua á Hótel Rangá. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Fyrsta smitið greindist þann 16. ágúst að því er segir í svarinu en þann 20. ágúst fyrst greint frá smiti á hótelinu. Þá var sagt frá að starfsmaður þar hefði greinst með veiruna og því var í kjölfarið lokað. Ríkisstjórnin hafði borðað hádegismat á Hótel Rangá tveimur dögum áður en starfsmaðurinn greindist. Hann hafði þó ekki sinnt ráðherrunum. 21. ágúst var ákveðið að ríkisstjórnin færi í skimun vegna smitsins og viðhefði smitgát þar til niðurstöður lægju fyrir. Enginn ráðherranna reyndist smitaður en hins vegar varð ljóst eftir því sem dagarnir liðu að upp var komin hópsýking í tengslum við Hótel Rangá. Sá stofn veirunnar sem greindist í sýkingunni var nefndur „græna veiran“ þar sem hann fékk grænan lit hjá smitrakningarteymi almannavarna. Önnur hópsýking kom upp vegna „grænu veirunnar“ en það var á Akranesi í lok júlí. Fyrsta smitið í þeirri sýkingu greindist 25. júlí og tengdist smitið vinnustað á höfuðborgarsvæðinu. Alls greindust svo 24 með bein eða óbein tengsl við hópsýkinguna. Með óbeinum tengslum er átt við afleidd smit frá þessari hópsýkingu, það er einstaklinga sem tengjast vinnustaðnum eða hópnum beint, að því er segir í svari almannavarna. Stofninn ekki greinst síðan 6. október „Græna veiran“ hefur ekki greinst síðan 6. október en raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint veiruafbrigðið í 231 smiti. Miðað er við að önnur bylgja faraldursins hafi byrjað um miðjan júlí. 216 greindust í þeirri bylgju faraldursins. 15. september er svo upphafsdagur þriðju bylgju faraldursins en um 2.900 manns hafa greinst í þeirri bylgju. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
63 einstaklingar sem greindust með kórónuveiruna í annarri bylgju faraldursins í sumar höfðu bein eða óbein tengsl við hópsýkingunua á Hótel Rangá. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Fyrsta smitið greindist þann 16. ágúst að því er segir í svarinu en þann 20. ágúst fyrst greint frá smiti á hótelinu. Þá var sagt frá að starfsmaður þar hefði greinst með veiruna og því var í kjölfarið lokað. Ríkisstjórnin hafði borðað hádegismat á Hótel Rangá tveimur dögum áður en starfsmaðurinn greindist. Hann hafði þó ekki sinnt ráðherrunum. 21. ágúst var ákveðið að ríkisstjórnin færi í skimun vegna smitsins og viðhefði smitgát þar til niðurstöður lægju fyrir. Enginn ráðherranna reyndist smitaður en hins vegar varð ljóst eftir því sem dagarnir liðu að upp var komin hópsýking í tengslum við Hótel Rangá. Sá stofn veirunnar sem greindist í sýkingunni var nefndur „græna veiran“ þar sem hann fékk grænan lit hjá smitrakningarteymi almannavarna. Önnur hópsýking kom upp vegna „grænu veirunnar“ en það var á Akranesi í lok júlí. Fyrsta smitið í þeirri sýkingu greindist 25. júlí og tengdist smitið vinnustað á höfuðborgarsvæðinu. Alls greindust svo 24 með bein eða óbein tengsl við hópsýkinguna. Með óbeinum tengslum er átt við afleidd smit frá þessari hópsýkingu, það er einstaklinga sem tengjast vinnustaðnum eða hópnum beint, að því er segir í svari almannavarna. Stofninn ekki greinst síðan 6. október „Græna veiran“ hefur ekki greinst síðan 6. október en raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint veiruafbrigðið í 231 smiti. Miðað er við að önnur bylgja faraldursins hafi byrjað um miðjan júlí. 216 greindust í þeirri bylgju faraldursins. 15. september er svo upphafsdagur þriðju bylgju faraldursins en um 2.900 manns hafa greinst í þeirri bylgju.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira