Klaufinn sem fær alla til að lesa Sögur 1. desember 2020 09:00 Ég er kannski ekki að skapa stórar bókmenntir en ég veit að ég er að búa til lesendur,” sagði Jeff Kinney í viðtali við Kiljuna fyrir nokkru. Filip Wolak Dagbók Kidda klaufa er einn mest seldi og vinsælast bókaflokkur fyrir börn og ungmenni um allan heim. Nýjasta bókin Snjóstríðið er komin út. Nýjasta bókin í bókaflokknum Dagbók Kidda klaufa kom út hér á landi í byrjun nóvember og er þetta þrettánda bókin í þessum vinsælasta bókaflokki landsins. Eftir fáeina daga flaug bókin rakleiðis á toppinn í verslunum og hvert einasta eintak hefur verið rifið úr hillum bókasafna um allt land og eru komnar til útláns. Kiddi klaufi virðist eiga talsverða sérstöðu þegar kemur að áhuga barna og ungs fólks á bókum. Dagbók Kidda klaufa er einn mest seldi og vinsælast bókaflokkur fyrir börn og ungmenni um allan heim. Bækurnar sem skrifaðar eru af bandaríska höfundinum og teiknaranum Jeff Kinney þykja aðgengilegar, fyndnar og stuðla að meiri og frekari áhuga lesenda á bókalestri. Dagbók Kidda klaufa leit fyrst dagsins ljós árið 2007 í Bandaríkjunum og telur flokkurinn í dag fjórtán bækur. Bækurnar hafa verið þýddar á yfir sjötíu tungumál og hafa selst í meira en 250 milljónum eintaka um allan heim. Hér á Íslandi kom fyrsta þýðingin út árið 2009. Hver er þessi Kiddi og af hverju er hann svona vinsæll? Í þessum skemmtilegu bókum kynnast lesendur hinum lífsglaða dreng, Kidda, vinum hans og fjölskyldu. Kiddi er ávallt til í hvað sem er, þó flest virðist nú mistakast. Bækurnar eru settar upp eins og dagbækur, línustrikaðar með fyndnum teikningum á hverri síðu. „Þetta eru sögur um æskuna, sögur sem við öll þekkjum. Flest okkar búa við systkini, hrekkjusvín, heimalærdóm, gæludýr. Allt eigum við þetta sameiginlegt,” segir Jeff Kinney, höfundur bókanna sem heita á frummálinu Diary of a Wimpy Kid, aðspurður að því í hverju velgengnin fælist. „Bækurnar snúast alfarið um að vera skemmtilegar og fyndnar. Ég er kannski ekki að skapa stórar bókmenntir en ég veit að ég er að búa til lesendur,” sagði Kinney í viðtali við Kiljuna fyrir nokkru. Kinney segir að teikningarnar í bókinni virki sem verðlaun og hvíld frá textanum rétt eins og í tímaritum og öðru sem fullorðna fólkið les. Barist um bækurnar á söfnunum Bækurnar um Kidda eru ekki eingöngu vinsælar í bókaverslunum því starfsfólk bókasafna hérlendis segir að Dagbók Kidda klaufa stoppi aldrei við í hillum safnanna og barist sé um þær. Í fyrra voru bækur um Kidda klaufa lánaðar út hátt í 70 þúsund sinnum. „Þegar heildartölur allra bókaútlána eru skoðaðar þá kemur í ljós að ein af Dagbókum Kidda klaufa er í fyrsta sæti. Kiddi klaufi er reyndar með eindæmum vinsæll en Dagbók Kidda klaufa með mismunandi undirtitlum vermir flest efstu sætin,” segir á heimasíðu Landskerfis bókasafna. Bækurnar um Kidda klaufa hafa undanfarin ár verið verðlaunar sem skemmtilegustu og best þýddu barnabækurnar á Íslandi og hefur Borgarbókasafnið margsinnis valið Dagbók Kidda klaufa sem bestu þýddu barna- og unglingabókina. Ekki er nóg með að Kiddi sé svona vinsæll heldur hefur besti vinur hans ruðst fram á ritvöllinn en það er hann Randver. Nú hefur Randver skrifað tvær bækur og Kiddi kannski ekki sérlega glaður með það. Bækurnar Randver kjaftar frá komu út í fyrra og nú sú nýja í nóvember; Randver kjaftar frá; Geggjað ævintýri. Eitt helsta afrek höfundarins Kinney er án efa að búa til sögur sem fá börn til að lesa, ekki síst þau sem almennt hneigjast kannski ekki sérstaklega til lestrar. Dagbók Kidda klaufa er með eindæmum aðgengileg, húmorinn er hlýlegur og léttur, letrið er stórt og auðlesið, bækurnar eru með skemmtilegum skopmyndum sem Kinney teiknar og byggir á bröndurum sem eiga að tengja sögurnar betur saman. Nú er Kiddi klaufi mættur enn á ný og er í miðju snjóstríði. Það er mikill og kaldur vetur og ekkert gefið eftir í stríðinu sem skellur á í hverfinu þeirra Kidda og Randvers. Barist þar til allar snjókúlurnar klárast! Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira
Nýjasta bókin í bókaflokknum Dagbók Kidda klaufa kom út hér á landi í byrjun nóvember og er þetta þrettánda bókin í þessum vinsælasta bókaflokki landsins. Eftir fáeina daga flaug bókin rakleiðis á toppinn í verslunum og hvert einasta eintak hefur verið rifið úr hillum bókasafna um allt land og eru komnar til útláns. Kiddi klaufi virðist eiga talsverða sérstöðu þegar kemur að áhuga barna og ungs fólks á bókum. Dagbók Kidda klaufa er einn mest seldi og vinsælast bókaflokkur fyrir börn og ungmenni um allan heim. Bækurnar sem skrifaðar eru af bandaríska höfundinum og teiknaranum Jeff Kinney þykja aðgengilegar, fyndnar og stuðla að meiri og frekari áhuga lesenda á bókalestri. Dagbók Kidda klaufa leit fyrst dagsins ljós árið 2007 í Bandaríkjunum og telur flokkurinn í dag fjórtán bækur. Bækurnar hafa verið þýddar á yfir sjötíu tungumál og hafa selst í meira en 250 milljónum eintaka um allan heim. Hér á Íslandi kom fyrsta þýðingin út árið 2009. Hver er þessi Kiddi og af hverju er hann svona vinsæll? Í þessum skemmtilegu bókum kynnast lesendur hinum lífsglaða dreng, Kidda, vinum hans og fjölskyldu. Kiddi er ávallt til í hvað sem er, þó flest virðist nú mistakast. Bækurnar eru settar upp eins og dagbækur, línustrikaðar með fyndnum teikningum á hverri síðu. „Þetta eru sögur um æskuna, sögur sem við öll þekkjum. Flest okkar búa við systkini, hrekkjusvín, heimalærdóm, gæludýr. Allt eigum við þetta sameiginlegt,” segir Jeff Kinney, höfundur bókanna sem heita á frummálinu Diary of a Wimpy Kid, aðspurður að því í hverju velgengnin fælist. „Bækurnar snúast alfarið um að vera skemmtilegar og fyndnar. Ég er kannski ekki að skapa stórar bókmenntir en ég veit að ég er að búa til lesendur,” sagði Kinney í viðtali við Kiljuna fyrir nokkru. Kinney segir að teikningarnar í bókinni virki sem verðlaun og hvíld frá textanum rétt eins og í tímaritum og öðru sem fullorðna fólkið les. Barist um bækurnar á söfnunum Bækurnar um Kidda eru ekki eingöngu vinsælar í bókaverslunum því starfsfólk bókasafna hérlendis segir að Dagbók Kidda klaufa stoppi aldrei við í hillum safnanna og barist sé um þær. Í fyrra voru bækur um Kidda klaufa lánaðar út hátt í 70 þúsund sinnum. „Þegar heildartölur allra bókaútlána eru skoðaðar þá kemur í ljós að ein af Dagbókum Kidda klaufa er í fyrsta sæti. Kiddi klaufi er reyndar með eindæmum vinsæll en Dagbók Kidda klaufa með mismunandi undirtitlum vermir flest efstu sætin,” segir á heimasíðu Landskerfis bókasafna. Bækurnar um Kidda klaufa hafa undanfarin ár verið verðlaunar sem skemmtilegustu og best þýddu barnabækurnar á Íslandi og hefur Borgarbókasafnið margsinnis valið Dagbók Kidda klaufa sem bestu þýddu barna- og unglingabókina. Ekki er nóg með að Kiddi sé svona vinsæll heldur hefur besti vinur hans ruðst fram á ritvöllinn en það er hann Randver. Nú hefur Randver skrifað tvær bækur og Kiddi kannski ekki sérlega glaður með það. Bækurnar Randver kjaftar frá komu út í fyrra og nú sú nýja í nóvember; Randver kjaftar frá; Geggjað ævintýri. Eitt helsta afrek höfundarins Kinney er án efa að búa til sögur sem fá börn til að lesa, ekki síst þau sem almennt hneigjast kannski ekki sérstaklega til lestrar. Dagbók Kidda klaufa er með eindæmum aðgengileg, húmorinn er hlýlegur og léttur, letrið er stórt og auðlesið, bækurnar eru með skemmtilegum skopmyndum sem Kinney teiknar og byggir á bröndurum sem eiga að tengja sögurnar betur saman. Nú er Kiddi klaufi mættur enn á ný og er í miðju snjóstríði. Það er mikill og kaldur vetur og ekkert gefið eftir í stríðinu sem skellur á í hverfinu þeirra Kidda og Randvers. Barist þar til allar snjókúlurnar klárast!
Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira