Sport

Tyson og Jones mega ekki rota hvor annan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mike Tyson snýr aftur í hringinn um helgina eftir fimmtán ára fjarveru.
Mike Tyson snýr aftur í hringinn um helgina eftir fimmtán ára fjarveru. getty/James Gilbert

Hinn 54 ára Mike Tyson mætir hinum 51 árs Roy Jones yngri í boxbardaga í Staples Center í Los Angeles á laugardaginn.

Það er þó kannski nær lagi að tala um boxæfingu. Þeir Tyson og Jones mega t.a.m. ekki rota hvor annan og ef annar hvor þeir fær opið sár verður bardaginn stöðvaður.

Þá nota þeir stærri hanska en gengur og gerist í boxi, loturnar verða aðeins átta talsins og hver þeirra verður bara tvær mínútur. Allt verður því gert til að þeir Tyson og Jones fari sér ekki að voða í hringnum.

Tyson keppti síðast 2005 þegar hann tapaði óvænt fyrir Kevin McBride. Öllu styttra er síðan Jones keppti, eða fyrir tveimur árum þegar hann sigraði Scott Sigmon.

Jones varð heimsmeistari í fjórum þyngdarflokkum á löngum og glæsilegum ferli. Hann vann 66 af 75 bardögum sínum á ferlinum, þar af 47 með rothöggi.

Tyson varð yngsti heimsmeistari sögunnar í þungavigt þegar hann vann Trevor Berbick í titilbardaga í nóvember 1986. Tyson vann fyrstu 37 bardaga sína á ferlinum og 50 alls, þar af 44 með rothöggi.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×